Vinnufundur ríkisstjórnarinnar hafinn á Þingvöllum

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra, og Kristrún Frostadóttir …
Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis,- orku- og loftslagsráðherra, og Kristrún Frostadóttir forsætiráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Vinnufundur ríkisstjórnarinnar hófst í forsætisráðherrabústaðnum á Þingvöllum klukkan hálftíu í morgun. Sérstaklega var tekið fram að ekki yrðu veitt viðtöl fyrir eða eftir fundinn og fengu ljósmyndarar aðeins að mynda ráðherrana úr fjarlægð þegar þeir mættu til fundarins. Lögreglan gætti þess vel að ekki yrði farið of nálægt.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra mætir til fundarins í morgun, ásamt …
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra mætir til fundarins í morgun, ásamt aðstoðarkonu sinni, Ingileif Friðriksdóttur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Snjó kyngdi niður á Þingvöllum þegar ráðherra bar að garði og færðin var þung í morgunsárið.

Ingileif Friðriksdóttir, aðstoðarmaður Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur utanríkisráðherra, sagði í samtali við mbl.is í gær að gert yrði ráð fyrir því að fundurinn stæði yfir í heilan vinnudag. Ekki fengust hins vegar upplýsingar um hvaða mál yrðu á dagskrá.

Eyj­ólf­ur Ármanns­son, sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra, sagði þó í sam­tali við Vísi að hann myndi leggja áherslu á Sunda­braut. 

Logi Einarsson, menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðherra, brá sér í símann …
Logi Einarsson, menningar,- nýsköpunar- og háskólaráðherra, brá sér í símann áður en fundurinn hófst. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra.
Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka