Virðast ánægð með breytingar síðustu ríkisstjórnar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Nú virðast ríkisstjórnarflokkarnir ánægðir með þær breytingar sem gerðar hafa verið þrátt fyrir að hafa við afgreiðslu málanna kosið út og suður,“ segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og fv. ráðherra, m.a. í pistli í Morgunblaðinu í dag.

Þar vísar hún til þeirra ummæla Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra um áramót að ný ríkisstjórn teldi ekki þörf á að fara í frekari aðgerðir í útlendingamálum. Rifjar Áslaug upp að Sjálfstæðisflokkurinn hafi í fyrri ríkisstjórn ítrekað lagt fram breytingar í þessum málaflokki til að stytta málsmeðferðartíma og minnka kostnað ríkissjóðs, en samstarfsflokkar ekki samþykkt frekari breytingar. Vonast Áslaug til þess að nýr dómsmálaráðherra haldi breytingunum áfram. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka