Íbúðirnar verða í skugga allt árið

Verið er að byggja á G-reit í forgrunni en I-reitur …
Verið er að byggja á G-reit í forgrunni en I-reitur er í bakgrunni. Morgunblaðið/Baldur

Sigríður Gunnarsdóttir, íbúi við Smyrilshlíð á Hlíðarenda í Reykjavík, segir fulltrúa Reykjavíkurborgar hafa haft að engu athugasemdir íbúa í hverfinu vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar. Nánar tiltekið fyrirhugaða uppbyggingu fimm hæða húss á svonefndum I-reit vestan við Smyrilshlíð.

Bjarg íbúðafélag hyggst byggja 83 íbúðir á I-reit. Stefnt er að því að hefja framkvæmdir í mars eða apríl, að því er fram kom í samtali Morgunblaðsins við Björn Traustason, framkvæmdastjóra Bjargs, 1. nóvember sl.

Nú er komið fram í janúar og styttist því óðum í að framkvæmdir hefjist.

Þvert á fyrra skipulag

Sigríður segir þessa uppbyggingu ganga þvert á fyrra skipulag sem kynnt var íbúum á sínum tíma.

„Það liggja ekki fyrir nein gögn um skuggavarp í þeim skipulagsbreytingum sem boðaðar eru. Íbúar í Smyrilshlíð 2 og Haukahlíð 5 höfðu væntingar um að ekki yrði byggt á I-reit enda var kynnt að svæðið yrði grænt og opið. Til dæmis var ekkert minnst á byggingar á I-reit í kynningarbæklingi Reykjavíkurborgar um uppbyggingu íbúða í borginni í nóvember 2019. Reykjavíkurborg var búin að hafa fyrir því að gera grasflöt á I-reit árið 2021 og óskiljanlegt að gera síðan þessa breytingu. Breytingin er að öllu leyti í mótsögn við þá fyrirætlan Reykjavíkurborgar að Hlíðarendi sé grænt og vistvænt svæði,“ segir Sigríður.

Á sumrin sé sólargangur á I-reit frá morgni til kvölds ólíkt inngörðum hverfisins. Uppbyggingin muni þannig hafa afar slæm áhrif á birtuskilyrði í nálægum íbúðum við Smyrilshlíð og Haukahlíð. Raunar verði birtuskilyrðin í sumum íbúðanna svo slæm að ófullnægjandi verði að teljast.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert