Litlar líkur á að stíflan losni á ofsafenginn hátt

Myndir af Hvítá frá því í gær.
Myndir af Hvítá frá því í gær. Ljósmynd/Lögreglan

Vatns­hæðin í Hvítá hef­ur lækkað ör­lítið frá því í gær, en nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur á Veður­stofu Íslands, seg­ir breyt­ing­arn­ar svo litl­ar og hæg­ar að ekki sé hægt að lesa neitt í þær núna.

Enn sé verið að fylgj­ast með mæl­um og beðið er eft­ir mynd­um frá lög­regl­unni á Suður­landi sem vænt­an­lega ber­ast síðar í dag. Þá verði mögu­lega hægt að meta stöðuna bet­ur.

Frá 30. des­em­ber hef­ur ís­stífla verið að byggj­ast upp í Hvítá nærri Brúna­stöðum og Flóa­á­veitu­sk­urðinum, en vatn fór að flæða upp úr ár­far­veg­in­um síðdeg­is í fyrra­dag. Hef­ur vatnið runnið bæði meðfram og yfir inn­tak Flóa­á­veitu­sk­urðsins. Þá renn­ur hluti vatns­ins yfir Brún­astaðaflat­ir.

Vatns­hæðin hef­ur ekki mælst hærri á þess­um stað frá því mæl­ing­ar hóf­ust árið 2009.

Gera ráð fyr­ir að áin flæði enn yfir bakk­ana

„Það eru eng­ar breyt­ing­ar í þessu hjá okk­ur eins og við sjá­um núna, þannig það er lítið sem við get­um gert þangað til við sjá­um mynd­ir af svæðinu. Við ger­um ráð fyr­ir að áin flæði ör­lítið yfir bakk­ana, en það lækk­ar mjög ró­lega vatns­hæðin. Þetta eru af­skap­lega litl­ar breyt­ing­ar,“ seg­ir Stein­unn Helga­dótt­ir, nátt­úr­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

„Þetta seg­ir okk­ur ofboðslega lítið á þess­ari stundu. Það er rosa­lega kalt, mikið frost á svæðinu, þannig lík­urn­ar á því að þetta fari að losna eru litl­ar, alla­vega ekki á ofsa­feng­inn hátt.“

Vatn kemst und­ir stífl­una

Lækki vatns­borðið þýðir það þó að vatn kemst und­ir ís­stífl­una. 

„Þá lækk­ar yf­ir­borðið á vatn­inu ofan við stífl­una. En þetta eru það litl­ar breyt­ing­ar að við erum ekki mikið að lesa í þetta,“ ít­rek­ar Stein­unn.

Hún ger­ir ráð fyr­ir að mynd­ir ber­ist frá lög­regl­unni síðar í dag, bæði ljós­mynd­ir og dróna­mynd­ir

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert