„Örlítið minna vatn að renna fram yfir bakkana“

Veðurstofan fékk nýjustu ljósmyndir af stíflunni frá lögreglunni um klukkan …
Veðurstofan fékk nýjustu ljósmyndir af stíflunni frá lögreglunni um klukkan 16 í dag. Ljósmynd/Lögreglan

Svipuð staða er á vatns­hæð í Hvítá og var fyrr í dag. Vatns­hæðin er kom­in rétt fyr­ir neðan hæðina á stíflu Flóa­á­veit­unn­ar og bú­ist er við svipaðri stöðu á morg­un.

Þetta upp­lýs­ir Stein­unn Helga­dótt­ir, nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur hjá Veður­stofu Íslands, í sam­tali við mbl.is.

Nefn­ir hún að lög­regl­an á Suður­landi hafi sent Veður­stof­unni mynd­ir af stífl­unni um klukk­an 16 í dag.

Minna vatn er að renna fram yfir bakkana.
Minna vatn er að renna fram yfir bakk­ana. Ljós­mynd/​Lög­regl­an

Bú­ist við svipaðri stöðu á morg­un

„Þær sýna að það er bara ör­lítið minna vatn að renna fram yfir bakk­ana þannig þetta er svipuð staða og við bú­umst við því að þetta verði svona á morg­un líka miðað við frostið,“ seg­ir Stein­unn og bæt­ir við:

„Það er svona óbreytt staða nema kannski mögu­lega ör­lítið meira vatn að kom­ast und­ir stífl­una sem veld­ur lækk­un á vatns­borðinu hinum meg­in við mæl­inn.“

Þá seg­ir hún að frosti sé spáð út vik­una og því gætu mögu­lega ekki orðið nein­ar breyt­ing­ar fyrr en und­ir lok vik­unn­ar en tek­ur hún þó fram að það sé erfitt að segja til um það svo langt fram í tím­ann.

Ljós­mynd/​Lög­regl­an
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert