Sannfærð um að „gullmolar“ leynist í tillögunum

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. mbl.is/Eyþór

„Í öll­um þess­um hundruð eða þúsund­um til­lagna hljóta nú að leyn­ast gull­mol­ar, ég er sann­færð um það.“ 

Þetta seg­ir Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra um þær fjölda til­lagna sem Íslend­ing­ar hafa sent inn í sam­ráðsgátt stjórn­valda eft­ir að rík­is­stjórn­in óskaði eft­ir hug­mynd­um að hagræðingu í rík­is­rekstri.

Margt sé vissu­lega fyr­ir­sjá­an­legt en hún tel­ur að þarna muni einnig koma fram marg­ar mjög raun­hæf­ar til­lög­ur og í takt við stefnu­skrá rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

„Það litla sem ég er búin að sjá, eins og til dæm­is sam­ein­ing stofn­ana, án þess að ég til­greini hvaða stofn­an­ir það eru, þá er al­veg ljóst að við get­um gert ým­is­legt hvað það varðar. Í hagræðingu, nýt­ingu fjár­muna, ein­föld­um reglu­verks og svo fram­veg­is,“ seg­ir Þor­gerður.

„Mér finnst þetta frá­bært, gam­an að við ákváðum að fara þessa leið, rík­is­stjórn­in, klukka fólkið okk­ar í land­inu,“ bæt­ir hún við.

Þarf að tala um ut­an­rík­isþjón­ust­una á manna­máli

Marg­ar til­lög­urn­ar snúa að því draga úr um­fangi ut­an­rík­isþjón­ust­unn­ar og úr alþjóðsam­vinnu, að ganga úr Atlants­hafs­banda­lag­inu, til að mynda, sem er svo sann­ar­lega ekki á stefnu­skrá nýrr­ar rík­is­stjórn­ar.

„Þvert á móti þarf að marka og móta skýra varn­ar- og ör­ygg­is­stefnu. Það er mjög mik­il­vægt og mikl­ir hags­mun­ir fólgn­ir í því fyr­ir Ísland, full­veldi þess og ör­yggi borg­ar­ana að við byggj­um und­ir ná­kvæm­lega þenn­an þátt,“ seg­ir Þor­gerður.

„Mér finnst þetta áhuga­vert út frá því sem ég sagði á fyrstu dög­um í embætti, svo­lítið að tala um ut­an­rík­isþjón­ust­una á manna­máli. Hvaða þýðingu hef­ur það fyr­ir okk­ur að alþjóðasamn­ing­ar séu virt­ir? Ef þeir eru ekki virt­ir, hvað verður um efna­hagslög­sög­una í kring­um Ísland? Hvaða vissu höf­um við við fyr­ir því að við get­um ráðið og stjórnað okk­ar land­helgi og svo fram­veg­is. Við eig­um mjög mikið und­ir því að alþjóðasamn­ing­ar séu virt­ir, svo ég nefni EES-samn­ing­inn líka.“

Frek­ari sam­skipti við Úkraínu á döf­inni

Hún seg­ir það ákveðna áskor­un að koma þeim skila­boðum til fólks­ins í land­inu, hvort sem það er til þeirra sem eru yfir heim­il­is­bók­hald­inu, eða litl­um og meðal­stór­um fyr­ir­tækj­um á lands­byggðinni, hvaða þýðingu það hafi að vera með opna markaði og aðgang að hrá­efni.

„Í stóru mynd­inni þá er verk að vinna fyr­ir ut­an­rík­isþjón­ust­una og ég hlakka til að taka þetta sam­tal við þjóðina.“

Hins veg­ar þurfi ut­an­rík­is­ráðuneytið, eins og öll önn­ur ráðuneyti, að líta inn á við og hugsa hvar sé hægt að hagræða og spara, bæði í þágu ábyrg­ari rík­is­fjár­mála og til að hægt sé að veita svig­rúm í önn­ur verk­efni, sem eru kannski brýnni í dag en fyr­ir nokkr­um árum eða ára­tug­um.

„Það er líka svo­lítið spenn­andi þegar þetta verður allt tekið sam­an, hvernig þetta nýt­ist heild­inni. Það er alla­vega ljóst að við erum mjög ein­beitt­ar í að ná fram hagræðingu í rík­is­rekstri og þess vegna erum við að leita til þjóðar­inn­ar. Fólkið á gólf­inu er oft með skarp­ari augu en marg­ir aðrir.“

Aðspurð um næstu verk­efni á sviði ör­ygg­is- og varn­ar­mála seg­ir hún þau meðal ann­ars fel­ast í frek­ari sam­skipt­um við Úkraínu. Þá ætl­ar hún að kynna sér bet­ur mál­in fyr­ir botni Miðjarðar­hafs og fara í ákveðin sam­töl við þær þjóðir og stofn­an­ir sem þar eru. Einnig við Norður­lönd­in, sér í lagi Nor­eg.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert