Björgunarsveitin Stefán á Mývatni var kölluð út um tvöleytið í dag vegna áreksturs tveggja bifreiða við veiðihúsið í Laxá í Mývatnssveit. Sveitin aðstoðaði tíu manns að komast í skjól vegna árekstursins.
Þetta segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, í samtali við mbl.is.
Hann segir að enginn farþeganna hafi slasast en að rúður annarrar bifreiðarinnar hafi brotnað.