Íslandsvinurinn „algjör toppmaður“

Edward Pettifer og Jónas Björn Sigurgeirsson eyddu þremur dögum saman …
Edward Pettifer og Jónas Björn Sigurgeirsson eyddu þremur dögum saman í veiði. Ljósmynd/Aðsend

„Þetta var al­gjör toppmaður,“ seg­ir bóka­út­gef­and­inn Jón­as Björn Sig­ur­geirs­son um Íslands­vin­inn Edw­ard Petti­fer sem lést í hryðju­verka­árás­inni í New Or­le­ans á ný­ársnótt.

Petti­fer starfaði sem leiðsögumaður á Íslandi nokk­ur sum­ur og eyddi Jón­as þrem­ur dög­um með Petti­fer í veiði fyr­ir nokkr­um árum.

Sýn­ir hvað heim­ur­inn er lít­ill

„Hann var mjög þægi­leg­ur og skemmti­leg­ur ná­ungi. Hann var lif­andi og með al­veg brenn­andi stang­veiðiá­huga og fannst æðis­legt að vera úti í á,“ seg­ir Jón­as í sam­tali við mbl.is

Seg­ir hann það hafa komið á óvart þegar hann heyrði af frá­falli Petti­fer og seg­ir hann það sýna hvað heim­ur­inn sé í raun og veru lít­ill.

„Að þarna þekk­ir maður ung­an mann sem verður fyr­ir þessu hryðju­verki. Það er al­gjör­lega öm­ur­legt. Það var allt of snemma klippt á líf þessa frá­bæra ná­unga.“

Talaði vel um Vil­hjálm

Eins og greint hef­ur verið frá var Petti­fer með teng­ingu við bresku kon­ungs­fjöl­skyld­una en móðir hans, Al­ex­andra Petti­fer, eða Tiggy, gætti Vil­hjálms og Harry Bretaprinsa er þeir voru börn og veitti t.a.m. prins­un­um mik­inn stuðning þegar móðir þeirra, Dí­ana Prins­essa, lést árið 1997.

Spurður hvort Petti­fer hafi talað um bresku kon­ungs­fjöl­skyld­una þegar þeir eyddu þrem­ur dög­um sam­an seg­ir Jón­as svo vera.

„Hann talaði svo vel um Vil­hjálm. Hon­um fannst hann svo mik­ill toppmaður.“

Edward Pettifer var 31 árs gamall.
Edw­ard Petti­fer var 31 árs gam­all. Ljós­mynd/​Breska lög­regl­an
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert