Glitský sáust á himni á höfuðborgarsvæðinu í morgun.
Myndirnar sem hér fylgja voru teknar í Úlfarsárdal í morgun.
Á vef Veðurstofu Íslands er glitskýjum lýst sem fögrum skýjum sem myndast í heiðhvolfinu, gjarnan í um 15-30 kílómetra hæð. Þau sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða sólaruppkomu.
Glitský myndast þegar það er óvenjukalt í heiðhvolfinu, um eða undir -70 gráður til -90 gráður og eru þau úr ískristöllum eða úr samböndum ískristalla og saltpétursýru-hýdrötum.