Myndir: Glitský sáust í morgun

Myndin var tekin í Úlfarsárdal í morgun.
Myndin var tekin í Úlfarsárdal í morgun. Ljósmynd/Kristinn Steinn Traustason

Glit­ský sáust á himni á höfuðborg­ar­svæðinu í morg­un.

Mynd­irn­ar sem hér fylgja voru tekn­ar í Úlfarsár­dal í morg­un. 

Á vef Veður­stofu Íslands er glit­skýj­um lýst sem fögr­um skýj­um sem mynd­ast í heiðhvolf­inu, gjarn­an í um 15-30 kíló­metra hæð. Þau sjást helst um miðjan vet­ur, um sól­ar­lag eða sól­ar­upp­komu.

Glit­ský mynd­ast þegar það er óvenjukalt í heiðhvolf­inu, um eða und­ir -70 gráður til -90 gráður og eru þau úr ískristöll­um eða úr sam­bönd­um ískrist­alla og salt­pét­ur­sýru-hýdröt­um.

Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn Trausta­son
Ljós­mynd/​Krist­inn Steinn Trausta­son
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert