Sigurjón Arnórsson og Hreiðar Ingi Eðvarðsson hafa verið ráðnir aðstoðarmenn Ingu Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra.
Hreiðar Ingi er lögfræðingur að mennt. Hann skipaði 26. sæti á lista Flokks fólksins í Suðvesturkjördæmi í alþingiskosningunum. Á síðasta kjörtímabili var hann framkvæmdastjóri þingflokks Flokks fólksins.
Sigurjón hefur verið aðstoðarmaður Ingu frá árinu 2017. Hann er með BA gráðu í hagfræði, heimspeki og stjórnmálafræði frá Háskólanum á Bifröst og M.Sc. gráðu í alþjóðaviðskiptum frá Háskólanum í Reykjavík.