Tveir fluttir á slysadeild eftir árekstur

Slysið átti sér stað klukkan rétt rúmlega eitt í dag.
Slysið átti sér stað klukkan rétt rúmlega eitt í dag. Ljósmynd/Eva Björk

Tveir voru flutt­ir með sjúkra­bíl á slysa­deild til aðhlynn­ing­ar eft­ir tveggja bíla árekst­ur á gatna­mót­um Bú­staðar­veg­ar og Reykja­nes­braut­ar, við Sprengisand, fyrr í dag.

Steinþór Darri Þor­steins­son, aðstoðar­varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir áverka fólks­ins hafa verið minni­hátt­ar.

Auk sjúkra­bíla fór dælu­bíll frá slökkviliðinu á staðinn til að tryggja vett­vang þar til búið var að fjar­lægja bíl­ana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert