Tveir voru fluttir með sjúkrabíl á slysadeild til aðhlynningar eftir tveggja bíla árekstur á gatnamótum Bústaðarvegar og Reykjanesbrautar, við Sprengisand, fyrr í dag.
Steinþór Darri Þorsteinsson, aðstoðarvarðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu, segir áverka fólksins hafa verið minniháttar.
Auk sjúkrabíla fór dælubíll frá slökkviliðinu á staðinn til að tryggja vettvang þar til búið var að fjarlægja bílana.