Um 500 manns skíðuðu á Akureyri

Örlítið meiri vindur var í fjallinu í dag en í …
Örlítið meiri vindur var í fjallinu í dag en í gær. mbl.is/Þorgeir

Um 500 manns voru mætt­ir á skíði á Hlíðarfjalli í dag. For­stöðumaður Hlíðarfjalls seg­ir dag­inn hafa verið ör­lítið ró­legri í gær þegar svæðið opnaði.

„Skyggnið var bara þokka­legt. Það var allt í lagi en svo var bara smá vind­ur og við þurft­um að loka fjark­an­um, neðri stóla­lyft­unni, um tíma en það er bara eins og það geng­ur,“ seg­ir Brynj­ar Helgi Ásgeirs­son, for­stöðumaður Hlíðarfjalls, í sam­tali við mbl.is.

Þorgeir telur að um 500 manns hafi farið á skíði …
Þor­geir tel­ur að um 500 manns hafi farið á skíði á fjall­inu í dag. mbl.is/Þ​or­geir

Aðspurður seg­ir hann næstu daga líta vel út. Veður­skil­yrðin séu góð og því ætti skíðasvæðið að vera opið áfram.

Og hvernig var mæt­ing­in í dag?

„Ég veit ekki al­veg loka­töl­urn­ar en ég myndi telja að þetta hafi verið í kring­um 500 manns.“

mbl.is/Þ​or­geir

Alltaf ró­legt í des­em­ber og janú­ar

Skíðasvæðið var opnað í fyrsta skipti í vet­ur í gær og seg­ir Brynj­ar mæt­ingu hafa verið mjög góða en nefn­ir að alltaf sé þó ró­legt í des­em­ber og janú­ar.

„Svo þegar vetr­ar­frí­in byrja þá verður þetta al­veg bil­un á hverj­um degi.“

Seg­ir Brynj­ar að mann­fjöldi á svæðinu sé þá yfir 2.500 manns.

„Það er svo­lítið mikið fyr­ir okk­ar svæði.“

mbl.is/Þ​or­geir
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert