Vindstrengir geti náð stormstyrk

Það verður hvasst á Suðausturlandi og Austfjörðum í dag.
Það verður hvasst á Suðausturlandi og Austfjörðum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í dag geng­ur í norðan 8-15 m/​s. Bú­ast má við hvass­ari vindi í vind­strengj­um á Suðaust­ur­landi og Aust­fjörðum und­ir kvöld, streng­irn­ir munu jafn­vel ná stormstyrk á þess­um slóðum þegar líða fer á kvöldið.

Þetta kem­ur fram í hug­leiðing­um veður­fræðings á Veður­stofu Íslands. 

Þá er út­lit fyr­ir él eða snjó­komu á Norður- og Aust­ur­landi, en létt­skýjað verður sunn­an heiða. Frost verður 3 til 13 stig.

Á morg­un er bú­ist við svipuðu veðri, en fram kem­ur að annað kvöld dragi úr vindi og úr­komu.

Veður­vef­ur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert