Alexander og Andri ráðnir aðstoðarmenn ráðherra

Alexander Jakob Dubik og Andri Egilsson, nýir aðstoðarmenn ráðherra.
Alexander Jakob Dubik og Andri Egilsson, nýir aðstoðarmenn ráðherra. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Alexander Jakob Dubik og Andri Egilsson hafa verið ráðnir aðstoðarmenn fyrir Eyjólf Ármannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Þeir hafa báðir starfað sem aðstoðarmenn þingflokks Flokks fólksins.

Alexander lauk meistaraprófi í lögfræði frá lagadeild Háskóla Íslands og stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hann hefur starfað sem lögfræðingur og aðstoðarmaður þingflokks Flokks fólksins á Alþingi ásamt því að vera hluti af kosningateymi flokksins, að því er segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu.

Stýrði kosningaherferðum flokksins

Andri hóf feril sinn sem gagnagrunnsstjóri hjá sprotafyrirtækinu Videntifier Technologies. Hann hefur einnig starfað í kvikmyndatökudeild True North og sem auglýsingastjóri og meðstjórnandi hjá auglýsingastofunni 99.

Eftir það gegndi hann tímabundið hlutverki aðstoðarmanns formanns Flokks fólksins og sem starfsmaður þingflokks Flokks Fólksins og stýrði m.a. kosningaherferðum flokksins árin 2021 og 2024.

Andri og Alexander hafa þegar hafið störf í ráðuneytinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert