Alexander og Andri ráðnir aðstoðarmenn ráðherra

Alexander Jakob Dubik og Andri Egilsson, nýir aðstoðarmenn ráðherra.
Alexander Jakob Dubik og Andri Egilsson, nýir aðstoðarmenn ráðherra. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Al­ex­and­er Jakob Dubik og Andri Eg­ils­son hafa verið ráðnir aðstoðar­menn fyr­ir Eyj­ólf Ármanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðherra. Þeir hafa báðir starfað sem aðstoðar­menn þing­flokks Flokks fólks­ins.

Al­ex­and­er lauk meist­ara­prófi í lög­fræði frá laga­deild Há­skóla Íslands og stúd­ents­prófi frá Mennta­skól­an­um í Reykja­vík. Hann hef­ur starfað sem lög­fræðing­ur og aðstoðarmaður þing­flokks Flokks fólks­ins á Alþingi ásamt því að vera hluti af kosn­ingat­eymi flokks­ins, að því er seg­ir í til­kynn­ingu frá stjórn­ar­ráðinu.

Stýrði kosn­inga­her­ferðum flokks­ins

Andri hóf fer­il sinn sem gagna­grunns­stjóri hjá sprota­fyr­ir­tæk­inu Vi­dentifier Technologies. Hann hef­ur einnig starfað í kvik­mynda­töku­deild True North og sem aug­lýs­inga­stjóri og meðstjórn­andi hjá aug­lýs­inga­stof­unni 99.

Eft­ir það gegndi hann tíma­bundið hlut­verki aðstoðar­manns for­manns Flokks fólks­ins og sem starfsmaður þing­flokks Flokks Fólks­ins og stýrði m.a. kosn­inga­her­ferðum flokks­ins árin 2021 og 2024.

Andri og Al­ex­and­er hafa þegar hafið störf í ráðuneyt­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert