Braust inn hjá Hjálpræðishernum og stal fjármunum

Maðurinn braust inn hjá Hjálpræðishernum á Akureyri og stal þaðan …
Maðurinn braust inn hjá Hjálpræðishernum á Akureyri og stal þaðan fjármunum úr afgreiðslukassa. mbl.is/Margrét Þóra

Rúm­lega fimm­tug­ur karl­maður hef­ur verið dæmd­ur í mánaðar fang­elsi fyr­ir að hafa brot­ist inn í versl­un Hjálp­ræðis­hers­ins á Ak­ur­eyri, en þaðan stal hann ótil­greindu magni af skipti­mynt úr af­greiðslu­kassa.

Jafn­framt var maður­inn fund­inn sek­ur um að hafa stolið raf­magns­hlaupa­hjóli úr sam­eign í fjöl­býl­is­húsi í bæn­um.

Í dómi Héraðsdóms Norður­lands eystra kem­ur fram að maður­inn hafi játað brot sín. Hann er með saka­fer­il sem nær aft­ur til árs­ins 1992 og hef­ur hann meðal ann­ars hlotið dóma frá ár­inu 2017 fyr­ir þjófnað, um­ferðarlaga­brot, lík­ams­árás og brot gegn barna­vernd­ar­lög­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert