Eldur kviknaði í eldhúsinnréttingu

Eldur kviknaði í eldhúsinnréttingu í Hlíðunum í gærkvöld.
Eldur kviknaði í eldhúsinnréttingu í Hlíðunum í gærkvöld. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Eld­ur kviknaði í eld­hús­inn­rétt­ingu í íbúð í Hlíðunum í Reykja­vík rétt fyr­ir miðnætti í gær­kvöld.

All­ir íbú­ar sluppu ómeidd­ir út en þeim hafði tek­ist að slökkva eld­inn áður en slökkvilið höfuðborg­ar­svæðis­ins kom á vett­vang. Slökkviliðið reykræsti íbúðina en tals­verðar skemmd­ir urðu í eld­hús­inu.

Jón­as Árna­son, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborg­ar­svæðis­ins, seg­ir við mbl.is að slökkviliðinu hafi borist nokkr­ar til­kynn­ing­ar um vatns­tjón og hann minn­ir fólk á að vera á varðbergi gagn­vart vatns­leiðslum í kuldatíðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert