Eldur kviknaði í eldhúsinnréttingu í íbúð í Hlíðunum í Reykjavík rétt fyrir miðnætti í gærkvöld.
Allir íbúar sluppu ómeiddir út en þeim hafði tekist að slökkva eldinn áður en slökkvilið höfuðborgarsvæðisins kom á vettvang. Slökkviliðið reykræsti íbúðina en talsverðar skemmdir urðu í eldhúsinu.
Jónas Árnason, varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir við mbl.is að slökkviliðinu hafi borist nokkrar tilkynningar um vatnstjón og hann minnir fólk á að vera á varðbergi gagnvart vatnsleiðslum í kuldatíðinni.