Hildur Sverrisdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, verður áfram þingflokksformaður flokksins. Þetta kom fram á þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins og hefur Hildur staðfest það við mbl.is.
Hildur tók við sem þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins í september 2023 þegar Óli Björn Kárason hætti sem þingflokksformaður.
Eins og fram hefur komið hyggst Bjarni Benediktsson ekki gefa kost á sér áfram sem formaður Sjálfstæðisflokksins.