Jón Gunnarsson aftur á leið inn á þing

Jón Gunnarsson mun að öllum líkindum snúa aftur á þing.
Jón Gunnarsson mun að öllum líkindum snúa aftur á þing. mbl.is/Óttar

Jón Gunnarsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, mun taka sæti á þingi, kýs hann að þiggja það, þegar Bjarni Benediktsson afsalar sér þingsæti.

Jón Gunn­ars­son var fimmti maður á lista Sjálf­stæðis­flokks­ins í kosn­ing­un­um í nóv­em­ber og er hann þar af leiðandi fyrsti varaþingmaður sjálf­stæðismanna þar sem flokkurinn fékk fjóra menn kjörna í kjördæminu. 

Bjarni Bene­dikts­son, formaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, ætl­ar ekki að gefa kost á sér í for­manns­kjöri á kom­andi lands­fundi Sjálf­stæðis­flokks­ins. Frá þessu greindi hann á facebook og hann tók jafn­framt fram að hann ætlaði að segja af sér þing­mennsku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert