Kjötvinnslan samræmist ekki skipulagi

Vöruhús við Álfabakka.
Vöruhús við Álfabakka. Morgunblaðið/Karítas

Bú­seti bend­ir á að áform um kjötvinnslu í um­deildri vöru­skemmu við Álfa­bakka 2 í Breiðholti sam­ræm­ist ekki aðal­skipu­lagi Reykja­vík­ur­borg­ar. Íbúar í ná­grenn­inu krefjast þess að fram­kæmd­um verði frestað þar til far­sæl lausn í mál­inu er fund­in en hundruð hafa sett nafn sitt á und­ir­skriftal­ista þess efn­is.

Vöru­húsið er ætlað und­ir kjötvinnslu Ferskra kjötv­ara, eld­hús fyr­ir Eld­um rétt og skrif­stof­ur tengd­ar þeirri starf­semi. Fram­kvæmd­in bygg­ist á breyt­ingu sem skipu­lags­ráð borg­ar­inn­ar samþykkti árið 2022 að ósk bygg­ing­araðila þar sem fjór­ir bygg­ing­ar­reit­ir voru sam­einaðir og reit­ur­inn stækkaður.

Í breyt­ing­ar­til­lög­unni var gert ráð fyr­ir að starf­sem­in væri „inn­an marka sem þjón­ustu­lóð, en á lóðinni verður vöru­skemma, versl­an­ir og skrif­stofu­hús­næði“.

Í aðal­skipu­lagi kem­ur hvergi fram að vöru­skemma – eða kjötvinnsla – sé inn­an um­ræddra marka. Á reitn­um, sem kall­ast M12, er þó gert ráð fyr­ir fyr­ir versl­un, skrif­stof­um o.fl. sem varðar nærum­hverfi íbúa á svæðinu.

„Ég get ekki ímyndað mér að þetta stál­grind­ar­hús geti verið þarna í nú­ver­andi mynd,“ seg­ir Bjarni Þór Þórólfs­son, fram­kvæmda­stjóri hús­næðis­sam­vinnu­fé­lags­ins Bú­seta sem byggði blokk­ina við Árskóga.

Teikn­ing­arn­ar sem lagðar voru fyr­ir bygg­ing­ar­full­trúa stand­ast held­ur ekki reglu­gerð, að sögn Bjarna, þar sem af­stöðumynd sýn­ir ekki önn­ur mann­virki inn­an 30 m frá vöru­hús­inu. Fjöl­býli að Árskóg­um 7 er í um 14 m fjar­lægð frá vöru­hús­inu og enn þá nær ef miðað er við sval­ir blokk­ar­inn­ar.

„Þetta er ekk­ert í takt við nærum­hverfið og hlýt­ur að flokk­ast sem mis­tök, eins og ýms­ir full­trú­ar borg­ar­inn­ar hafa talað um, sem fólk skil­ur ekki hvernig gátu raun­gerst.“

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert