Lárus aðstoðar Jóhann Pál

Lárus M. K. Ólafsson.
Lárus M. K. Ólafsson. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Lár­us M. K. Ólafs­son hef­ur verið ráðinn aðstoðarmaður Jó­hanns Páls Jó­hanns­son­ar, um­hverf­is-, orku- og lofts­lags­ráðherra.

Lár­us er lög­fræðing­ur að mennt frá Há­skóla Íslands og hef­ur sér­hæft sig á sviði um­hverf­is- og auðlinda­mála. Hann var yf­ir­lög­fræðing­ur Orku­stofn­un­ar 2008-2011 og jafn­framt staðgeng­ill orku­mála­stjóra, að því er seg­ir í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins. 

Lár­us hef­ur frá 2019 starfað sem sér­fræðing­ur á sviði orku- og um­hverf­is­mála hjá Sam­tök­um iðnaðar­ins, en áður var hann lög­fræðing­ur Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu (SVÞ) og Sam­taka ferðaþjón­ust­unn­ar (SAF). Þá starfaði hann sem lög­fræðing­ur á skrif­stofu orku­mála hjá iðnaðarráðuneyt­inu og fé­lags­málaráðuneyt­inu á ár­un­um 2005-2008.

Lár­us hef­ur enn frem­ur ann­ast kennslu á sviði um­hverf­is- og auðlinda­rétt­ar ásamt því að vera próf­dóm­ari við Há­skóla Íslands á fram­an­greind­um sviðum.

Lár­us hef­ur gegnt ýms­um nefnd­ar- og stjórn­ar­störf­um og hef­ur m.a. frá 2024 verið formaður nor­ræna um­hverf­is­merk­is­ins Svans­ins á Íslandi og verið vara­formaður í stjórn Úrvinnslu­sjóðs frá 2012.

Lár­us tek­ur til starfa á næstu dög­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert