Mosfellsheiði lokuð

Vegurinn um Mosfellsheiði er lokaður vegna veðurs og fastra bíla.
Vegurinn um Mosfellsheiði er lokaður vegna veðurs og fastra bíla. mbl.is/Hari

Vegurinn um Mosfellsheiði er lokaður vegna veðurs og fastra bíla að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar, umferðin.is.

Þungfært er á Berufjarðarhálsi en þæfingsfærð er á Dynjandisheiði og á Klettshálsi. Hálka og snjóþekja er á flestum leiðum á Vestfjörðum.

Vegurinn um Víkurskarð er lokaður en snjóþekja eða hálka er á flestum leiðum ásamt éljagangi eða skafrenningi á Norður- og Norðausturlandi.

Ófært er á Öxi og Breiðdalsheiði og þæfingsfærð er á Vatnsskarði eystra. Þæfingsfærð er á Skálholtsvegi og Grafningsvegi efri og þá er vegurinn um Lyngdalsheiði lokaður vegna veðurs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert