Þrettándinn var haldinn hátíðlegur í kvöld og hefur flugeldum verið skotið á loft og þrettándabrennur tendraðar víða um land af því tilefni.
Á myndunum má sjá frá brennu og flugeldasýningu íþróttaliðsins KR við Ægisíðu í Vesturbænum en þar voru margir samankomnir.
Þrettándagleði eða þrettándabrennur höfðu verið auglýstar víða um land í dag og í kvöld og má þar nefna Akranes, Borgarnes, Fjallabyggð, Dalvík, Hörgársveit, Egilsstaði, Reykjanesbæ, Vestmannaeyjar, Hafnarfjörð og Mosfellsbæ.