Ósáttur við að fá ekki að leysa út vinninginn

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöld …
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í ýmsu að snúast í gærkvöld og í nótt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einstaklingur óskaði eftir aðstoð lögreglu í gærkvöld eftir að honum hafði verið hent úr af bar sökum ölvunar. Hann var ekki sáttur þar sem honum hafði verið neitað um að leysa út vinning í spilakassa áður en honum var vísað út af staðnum.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til 5 í morgun. Alls eru 39 mál bókuð í kerfum lögreglu á tímabilinu.

Lögreglustöð 2, sem sinnir verkefnum í Hafnarfirði og Garðabæ, fékk tilkynningu frá húsráðanda um að tveir aðilar hafi verið komnir inn á svalirnar hjá honum og voru þar að reyna að stela gaskút. Seinna um kvöldið var tilkynnt um sömu aðila vera stela gaskút á öðrum stað. Þeir fundust ekki.

Þá var tilkynnt um slagsmál í verslun í Kópavogi og var málið leyst á vettvangi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert