Þung umferð í Reykjavík: Tveir bílar biluðu

Þung umferð myndaðist í Reykjavík í kvöld eftir að tveir …
Þung umferð myndaðist í Reykjavík í kvöld eftir að tveir bílar biluðu á svipuðum slóðum í Ártúnsbrekku. mbl.is/Karítas

Tveir bíl­ar biluðu á svipuðum slóðum í Ártúns­brekk­unni fyrr í kvöld og urðu mikl­ar um­ferðartaf­ir á svæðinu og víðar í Reykja­vík í kjöl­farið.

Kalla þurfti út aðstoð til að draga bíl­ana í burtu af veg­in­um.

Að sögn varðstjóra um­ferðardeild­ar lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu hafa báðir bíl­arn­ir nú verið dregn­ir burt og ætti því að fara að létta á um­ferðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert