Tveir bílar biluðu á svipuðum slóðum í Ártúnsbrekkunni fyrr í kvöld og urðu miklar umferðartafir á svæðinu og víðar í Reykjavík í kjölfarið.
Kalla þurfti út aðstoð til að draga bílana í burtu af veginum.
Að sögn varðstjóra umferðardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa báðir bílarnir nú verið dregnir burt og ætti því að fara að létta á umferðinni.