Vegagerðin svarar ekki ásökunum

Starfsmaður á vitadeild sagði bruðl í starfsemi Vegagerðarinnar.
Starfsmaður á vitadeild sagði bruðl í starfsemi Vegagerðarinnar. Ljósmynd/Jón Steinar Sæmundsson

Vegagerðin hyggst ekki svara nánar fyrirspurn um hvort eitthvað hafi verið hæft í orðum starfsmanns sem sagði bruðlað með fé í deild sem hann starfaði í hjá stofnuninni árið 2021.

Maðurinn starfaði á vita­sviði Vega­gerðar­inn­ar árið 2021. Full­yrðir hann að yf­ir­maður sinn, sem hann nafn­grein­ir ekki, hafi mis­farið með op­in­bert fé, bæði í formi notk­un­ar á bif­reið í op­in­berri eigu og með því að of­skrá yf­ir­vinnu­tíma og dag­pen­inga.

Persónugreinanlegt segir Vegagerðin 

Fyrirspurn mbl.is frá því í dag snýr m.a. að því hvort eitthvað hafi verið hæft í þeim ásökunum sem þarna koma fram og hvort kostnaður við vitadeild hafi þótt óhóflegur og hún hafi verið lögð niður af þeim sökum.

Vegagerðin metur málið hins vegar sem svo að þarna sé um að ræða svör sem gætu verið persónugreinanleg.

Stefnumótun og úrvinnsla umbótaverkefna 

Vegagerðin segir að breyting á rekstrarformi viðhalds á vitum sé dæmi um bættan rekstur sem sé afrakstur stefnumótunar og úrvinnslu umbótaverkefna. 

„Breyting á rekstrarformi viðhalds á vitum er dæmi um eitt slíkt þar sem leitast er við að hámarka nýtingu þeirrar fjárfestingar sem fyrir er í mannauði auk keyptrar þjónustu verktaka,“ segir í svari Vegagerðarinnar. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert