Vegagerðin svarar ekki ásökunum

Starfsmaður á vitadeild sagði bruðl í starfsemi Vegagerðarinnar.
Starfsmaður á vitadeild sagði bruðl í starfsemi Vegagerðarinnar. Ljósmynd/Jón Steinar Sæmundsson

Vega­gerðin hyggst ekki svara nán­ar fyr­ir­spurn um hvort eitt­hvað hafi verið hæft í orðum starfs­manns sem sagði bruðlað með fé í deild sem hann starfaði í hjá stofn­un­inni árið 2021.

Maður­inn starfaði á vita­sviði Vega­gerðar­inn­ar árið 2021. Full­yrðir hann að yf­ir­maður sinn, sem hann nafn­grein­ir ekki, hafi mis­farið með op­in­bert fé, bæði í formi notk­un­ar á bif­reið í op­in­berri eigu og með því að of­skrá yf­ir­vinnu­tíma og dag­pen­inga.

Per­sónu­grein­an­legt seg­ir Vega­gerðin 

Fyr­ir­spurn mbl.is frá því í dag snýr m.a. að því hvort eitt­hvað hafi verið hæft í þeim ásök­un­um sem þarna koma fram og hvort kostnaður við vita­deild hafi þótt óhóf­leg­ur og hún hafi verið lögð niður af þeim sök­um.

Vega­gerðin met­ur málið hins veg­ar sem svo að þarna sé um að ræða svör sem gætu verið per­sónu­grein­an­leg.

Stefnu­mót­un og úr­vinnsla um­bóta­verk­efna 

Vega­gerðin seg­ir að breyt­ing á rekstr­ar­formi viðhalds á vit­um sé dæmi um bætt­an rekst­ur sem sé afrakst­ur stefnu­mót­un­ar og úr­vinnslu um­bóta­verk­efna. 

„Breyt­ing á rekstr­ar­formi viðhalds á vit­um er dæmi um eitt slíkt þar sem leit­ast er við að há­marka nýt­ingu þeirr­ar fjár­fest­ing­ar sem fyr­ir er í mannauði auk keyptr­ar þjón­ustu verk­taka,“ seg­ir í svari Vega­gerðar­inn­ar. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert