Ekki „bálskotin“ í hugmyndum Guðrúnar

Guðrún sagði Dani og Breta líta á það sem raunhæfa …
Guðrún sagði Dani og Breta líta á það sem raunhæfa lausn að semja við önn­ur ríki um að hýsa fanga með er­lent rík­is­fang. Þorbjörg er ekki hrifin af hugmyndinni. Samsett mynd/mbl.is/Óttar/Eggert

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir dómsmálaráðherra er ekki „bálskotin“ í hugmyndum sem Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, reifaði um að senda fanga með erlendan ríkisborgararétt til afplánunar erlendis.

Guðrún sagði í samtali við mbl.is í september 2024 að henni þætti sjálfsagt að skoða það að semja við önnur ríki um að hýsa fanga með erlendan ríkisborgararétt „í ljósi auk­ins þrýst­ings á fang­elsis­kerf­in um all­an heim. Sér­stak­lega í til­fell­um fanga sem komu hingað til lands í þeim eina til­gangi að stunda glæpi og hafa eng­in önn­ur tengsl við Ísland,“ sagði Guðrún. Þó hefði ráðuneytið ekki farið í sérstaka skoðun á slíku úrræði.

Ekki búið að ræða þetta

Hlut­fall er­lendra rík­is­borg­ara sem afplánuðu dóm á Íslandi árið 2024 var 33%, sem er það mesta frá upp­hafi.

Þorbjörg segir að þetta sé ekki hugmynd sem hafi verið rædd hjá þessari ríkisstjórn né þeirri fyrri.

Hugnast þér þessi hugmynd, að senda fanga úr landi?

„Ég er svona við fyrstu sýn ekki bálskotin í hugmyndinni,“ segir Þorbjörg. 

Danir sömdu við Kósóvó

Dan­ir sömdu á síðasta ári við Kósóvó um að hýsa 300 fanga sem hlutu dóm í Dan­mörku. Dagblaðið Telegraph greindi frá því á síðasta ári að dómsmálaráðuneytið í Bretlandi væri að skoða það að semja við Eistland um að hýsa fanga fyrir sig.

Samkvæmt svörum Fangelsismálastofnunar við fyrirspurn mbl.is þá eru á boðun­arlista til að afplána dóm 340 manns og á boðun­arlista í sam­fé­lagsþjón­ustu 180 manns.

Þar að auki eru yfir 182 á boðun­arlista sem eru farn­ir úr landi og nokkr­ir óunn­ir dóm­ar sem eru að fara í boðun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert