Íbúar Árskóga mættu á borgarstjórnarfund

Íbúar ræða við Einar Þorsteinsson borgarstjóra.
Íbúar ræða við Einar Þorsteinsson borgarstjóra. mbl.is/Árni Sæberg

Íbúar Árskóga voru mættir á pallana þegar borgarstjórnarfundur hófst í hádeginu í dag. Ætla má að tilefnið hafi verið umræða um uppbyggingu á Álfabakka 2a. Þar reis vöruskemma sem byrgir íbúum sýn, eykur skuggavarp og virðist passa illa inn í umhverfið. 

Íbúar hafa lýst óánægju sinni og á fundinum var meðal annars rætt um það hvað hægt sé til bragðs að taka. Meðal annars heyrðust raddir á fundinum um að réttast væri að rífa skemmuna. 

Hver sem niðurstaðan verður í því máli þá kom fram í máli Dóru Bjartar Guðjónsdóttur borgarfulltrúa að á næstunni verði fundur þar sem framtíð vöruskemmunnar verður rædd. 

Einar Þorsteinsson borgarstjóri ræddi við íbúana áður en fundur hófst og að sögn nærstaddra fór vel á með fólki og rætt var um málin í bróðerni. Sagði Einar meðal annars að málin yrði skoðuð ofan í kjölinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert