Sprengjunni eytt í Eyjafirði við birtingu

Tundurduflið var í kvöld dregið út í Eyjafjörð. Mikið viðbragð …
Tundurduflið var í kvöld dregið út í Eyjafjörð. Mikið viðbragð var á hafnarsvæðinu á Akureyri. Ljósmynd/Landhelgisgæslan

Tund­ur­duflið sem kom í veiðarfæri tog­ara var í kvöld dregið út í Eyja­fjörð og því komið fyr­ir á stað þar sem því verður eytt í birt­ingu.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu Land­helg­is­gæsl­unn­ar.

Séraðgerðasveit Land­helg­is­gæsl­unn­ar var kölluð út vegna máls­ins fyrr í dag og lög­regl­an á Norður­landi eystra lokaði hluta af hafn­ar­svæðinu á Ak­ur­eyri eft­ir að tund­ur­dufl kom í veiðarfæri tog­ar­ans Bjarg­ar EA.

Tryggja þurfti hvel­hettu

Duflið kom í síðasta holi veiðiferðar­inn­ar en Björg kom til Ak­ur­eyr­ar í morg­un. Mat áhöfn­inn í fyrstu að um gamla járntunnu væri að ræða. Við nán­ari at­hug­un reynd­ist hlut­ur­inn hins veg­ar vera tund­ur­dufl.

Tryggja þurfti hvell­hettu dufls­ins áður en hægt var að hefja flutn­ing þess. Að því búnu var tund­ur­dufl­inu komið fyr­ir á lyft­ara og það fært inn­an hafn­ar­svæðis­ins. Af lyft­ar­an­um var tund­ur­duflið híft og því komið fyr­ir í sjó.

Næst var það dregið með drátt­ar­báti hafn­ar­inn­ar á heppi­leg­an stað þar sem gert er ráð fyr­ir að því verði eytt í birt­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert