Þorgerður Katrín í heimsókn í Úkraínu

Þorgerður Katrín og Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu.
Þorgerður Katrín og Andrii Sybiha, utanríkisráðherra Úkraínu. Ljósmynd/Utanríkisráðuneytið

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra er stödd í vinnu­heim­sókn í Úkraínu þar sem hún fund­ar með ráðamönn­um.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu en þar seg­ir að Þor­gerður muni árétta stuðning Íslands við varn­ar­bar­áttu Úkraínu og kynna sér stöðu mála.

Ut­an­rík­is­ráðherra átti fund með Andrii Sybiha, ut­an­rík­is­ráðherra Úkraínu, fyrr í dag og frek­ari fund­ir eru fyr­ir­hugaðir.

Þorgerður Katrín utanríkisráðherra er stödd í Úkraínu.
Þor­gerður Katrín ut­an­rík­is­ráðherra er stödd í Úkraínu. Ljós­mynd/​Ut­an­rík­is­ráðuneytið

„Ég átti frá­bær­an fund með Andrii Sybiha ut­an­rík­is­ráðherra Úkraínu í dag þar sem ég er nú í minni fyrstu heim­sókn sem ut­an­rík­is­ráðherra. Við rædd­um áskor­an­irn­ar framund­an í ljósi áfram­hald­andi árás­ar­stríðs Rússa og hvernig Ísland get­ur best stutt við Úkraínu,“ seg­ir Þor­gerður Katrín á In­sta­gram.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert