Tómas ráðinn aðstoðarmaður Loga

Tómas Guðjónsson.
Tómas Guðjónsson. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Tómas Guðjónsson hefur verið ráðinn aðstoðarmaður Loga Einarssonar, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra.

Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að Tómas hafi útskrifast með BA-gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands árið 2018.

Hann var framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar og þar áður upplýsingafulltrúi þingflokksins, en hann tók við þeirri stöðu árið 2018.

Tómas var kosningastjóri Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi árið 2016 og verkefnastjóri í alþingiskosningunum 2017. Þá starfaði hann einnig sem miðlægur kosningastjóri Samfylkingarinnar fyrir sveitarstjórnarkosningar 2018 og skipulagði landsfund flokksins sama ár.

Tómas er ekki sá eini úr fjölskyldunni til að gegna stöðu aðstoðarmanns ráðherra, því bróðir hans, Konráð Guðjónsson, sem var efnahagsráðgjafi síðustu ríkisstjórnar, var áður aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar Reykfjarðar Gylfadóttur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert