Á við Skuggahverfið

Skuggahverfið í Reykjavík.
Skuggahverfið í Reykjavík. Morgunblaðið/Ómar

Búið er að selja 227 íbúðir af 517 á átta þéttingarreitum í miðborg Reykjavíkur. Óseldar eru því 290 nýjar íbúðir, sem er álíka fjöldi íbúða og í Skuggahverfinu í Reykjavík.

Kjartan Hallgeirsson, löggiltur fasteignasali og framkvæmdastjóri hjá Eignamiðlun, segir nokkra þætti skýra að sala nýrra íbúða á miðborgarreitum hafi gengið heldur hægar en vonast var til.

„Hún hefur gengið hægar en menn hafa ætlað sér og vonað. Við þurfum ekki að fara í grafgötur með það, en það má líka hafa í huga að langt er síðan framboð af vönduðum íbúðum hefur verið eins mikið miðsvæðis,“ segir Kjartan.

Segja má að staðan í miðborginni sé áþekk og eftir fall WOW air vorið 2019 en þá voru margar nýjar og óseldar íbúðir við Hverfisgötu, Höfðatorg og Hafnartorg. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert