Dagur gerði ráð fyrir að verða þingflokksformaður

Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Dagur B. Eggertsson, þingmaður Samfylkingarinnar. mbl.is/Árni Sæberg

Guðmund­ur Ari Sig­ur­jóns­son var kjör­inn þing­flokks­formaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar á fyrsta þing­flokks­fundi flokks­ins í gær. Guðmund­ur hef­ur verið formaður fram­kvæmda­stjórn­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar frá lands­fundi haustið 2022.

Arna Lára Jóns­dótt­ir var kjör­in vara­formaður stjórn­ar þing­flokks og Kristján Þórður Snæ­bjarn­ar­son kjör­inn rit­ari. Fram kom í til­kynn­ingu flokks­ins að kosn­ing­in hefði verið sam­hljóða og sam­kvæmt til­lögu for­manns flokks­ins, Kristrún­ar Frosta­dótt­ur.

At­hygli hef­ur vakið að Dag­ur B. Eggerts­son, þingmaður flokks­ins og fyrr­ver­andi borg­ar­stjóri, hafi ekki hlotið kjör í ábyrgðar­stöðu þing­flokks­ins eins og marg­ir bjugg­ust við.

„Ég var al­veg til­bú­inn til þess að tak­ast á við það verk­efni að verða þing­flokks­formaður, ekki spurn­ing um það, og gerði al­veg ráð fyr­ir því. Þannig að ég fer til annarra verk­efna,“ seg­ir Dag­ur í sam­tali við Morg­un­blaðið.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert