Ekki búið að skipa hópinn

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Al­menn­ing­ur lét ekki segja sér það tvisvar þegar opnað var fyr­ir þann mögu­leika í sam­ráðsgátt stjórn­valda að hann mætti leggja fram til­lög­ur til sparnaðar í rík­is­rekstri. Á ör­fá­um dög­um hef­ur á þriðja þúsund ábend­inga borist og kenn­ir þar ým­issa grasa eins og Morg­un­blaðið hef­ur fjallað um.

Í til­kynn­ingu í sam­ráðsgátt­inni seg­ir að sér­stak­ur starfs­hóp­ur á veg­um for­sæt­is­ráðuneyt­is muni fara yfir „all­ar ábend­ing­ar“ og að niður­stöðurn­ar verði nýtt­ar til að móta áætl­un til lengri tíma um um­bæt­ur í rík­is­rekstri.

Þríeyki fær kal­eik­inn

Sam­kvæmt svari frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu er ekki enn búið að skipa í hinn sér­staka starfs­hóp. Hins veg­ar muni þrír full­trú­ar sitja í hon­um og Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra velji þríeykið í sam­ráði við for­menn sam­starfs­flokk­anna.

Niður­stöður sam­ráðsins verða birt­ar eins hratt og auðið er að sögn upp­lýs­inga­full­trúa ráðuneyt­is­ins en vinna hagræðing­ar­hóps­ins muni taka lengri tíma.

„Gert er ráð fyr­ir að til­lög­ur hóps­ins muni nýt­ast með ýms­um hætti á kjör­tíma­bil­inu, þ. á m. við gerð fjár­mála­áætl­un­ar. Næstu skref í hagræðing­ar­verk­efni rík­is­stjórn­ar­inn­ar verða kynnt á kom­andi vik­um,“ seg­ir enn frem­ur í svari ráðuneyt­is­ins.

Lesa má nán­ar um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka