Eldur í iðnaðarhúsnæði á Blönduósi

15 manns komu að aðgerðinni sem tók um þrjár klukkustundir.
15 manns komu að aðgerðinni sem tók um þrjár klukkustundir. Ljósmynd/Aðsend

Eldur kom upp í iðnaðarhúsnæði á Ægisbraut á Blönduósi í kvöld.

Að sögn Ingvars Sigurðssonar, slökkviliðsstjóra Brunavarna Austur-Húnvetninga, barst tilkynningin um eldinn klukkan korter yfir tíu í kvöld og héldu viðbragðsaðilar strax á vettvang.

Eigandi hússins var þegar á vettvangi og var fljótt gengið úr skugga um að enginn væri inni í húsinu þegar eldurinn kom upp og því hægt að hefjast handa við slökkvistarfið. 15 slökkviliðsmenn komu að aðgerðinni.

Talið er líklegt að eldurinn hafi kviknað út frá kamínu …
Talið er líklegt að eldurinn hafi kviknað út frá kamínu í húsinu. Ljósmynd/Aðsend

Kviknaði líklega út frá kamínu

„Það gekk ágætlega en tók tíma,“ segir Ingvar. 

Hann segir slökkvilið hafa ráðið niðurlögum eldsins um klukkan eitt eftir miðnætti og hafi afhent lögreglu vettvanginn til rannsóknar. 

„En við teljum líklegt að eldurinn hafi kviknað út frá kamínu.“

Hann segir talsverðar skemmdir á húsinu, sem sé skipt í þrjá hluta, en þó mun meiri reykskemmdir þar sem eldurinn kom upp en í hinum tveimur hlutunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert