Gjörónýt eftir brunann

Tvö hjólhýsi brunnu í eldsvoðanum og skemmdust önnur tvö.
Tvö hjólhýsi brunnu í eldsvoðanum og skemmdust önnur tvö. mbl.is/Eyþór

Ekki er enn vitað um or­sök elds­voðans sem kom upp í hjól­hýsi við Sæv­ar­höfða í nótt en lög­regl­an er með málið í rann­sókn.

Tvö hjól­hýsi brunnu til kaldra kola í brun­an­um og skemmd­ust einnig önn­ur tvö en brun­inn kom upp á svæði sem er hjól­hýsa­byggð.

Engar nýjar upplýsingar liggja fyrir enn sem komið er.
Eng­ar nýj­ar upp­lýs­ing­ar liggja fyr­ir enn sem komið er. mbl.is/​Eyþór

Eng­ar nýj­ar upp­lýs­ing­ar

Að sögn Hjör­dís­ar Sig­ur­bjarts­dótt­ur, aðstoðar­yf­ir­lög­regluþjóns lög­regl­unn­ar á höfuðborg­ar­svæðinu, liggja eng­ar nýj­ar upp­lýs­ing­ar fyr­ir í mál­inu að svo stöddu. Verið sé að rann­saka málið. 

Einn var flutt­ur á sjúkra­hús vegna gruns um reyk­eitrun vegna elds­ins og liggja upp­lýs­ing­ar um heilsu hans ekki fyr­ir enn sem komið er.

Ljós­mynd­ari mbl.is fór á vett­vang og eins og mynd­ir sýna var um tölu­verðan bruna að ræða og tjónið mikið.

mbl.is/​Eyþór
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert