Heilbrigðisstarfsmenn krupu í ráðuneytinu

Hópurinn kraup á gólfinu til að minna á þá heilbrigðisstarfsmenn …
Hópurinn kraup á gólfinu til að minna á þá heilbrigðisstarfsmenn sem hafa verið teknir til fanga eða hafa verið myrtir af Ísraelsher. Ljósmynd/Aðsend

Hóp­ur fólks framdi gjörn­ing í heil­brigðisráðuneyt­inu í dag og krafðist þess að Alma Möller heil­brigðisráðherra for­dæmdi eyðilegg­ingu heil­brigðis­kerf­is­ins í Palestínu.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá skipu­leggj­end­um.

Hóp­ur­inn sam­an­stóð af heil­brigðis­starfs­fólki og óbreytt­um borg­ur­um í lækna­klæðum og fór hóp­ur­inn fram á að heil­brigðisráðherra beitti sér með virk­um hætti til þess að stöðva þjóðarmorð í Palestínu.

Lögregla kom á staðinn skömmu eftir að gjörningurinn hófst.
Lög­regla kom á staðinn skömmu eft­ir að gjörn­ing­ur­inn hófst. Ljós­mynd/​Aðsend

Heil­brigðis­starfs­menn tekn­ir til fanga

Hóp­ur­inn klædd­ist fatnaði heil­brigðis­starfs­fólks og kraup á gólf­inu til að minna á þá heil­brigðis­starfs­menn sem tekn­ir hafa verið til fanga af Ísra­els­her, auk þeirra 1.050 heil­brigðis­starfs­manna sem hafa verið myrt­ir af Ísra­els­her síðustu 14 mánuði.

Stríðshljóð voru spiluð úr há­töl­ur­um til þess að und­ir­strika að 654 árás­ir hafa verið gerðar á heil­brigðis­stofn­an­ir á Gasa síðan 7. októ­ber 2023, en ein­ung­is 16 af 36 spít­öl­um á svæðinu eru að hluta til starf­hæf­ir.

Hóp­ur­inn bað um að fá að tala við ráðherra eða ráðuneyt­is­stjóra en í til­kynn­ing­unni kem­ur fram að eng­inn frá ráðuneyt­inu hafi gefið sig fram við hóp­inn fyrstu 30 mín­út­urn­ar.

Átta lög­reglu­menn hafi aft­ur á móti komið á staðinn stuttu eft­ir inn­komu hóps­ins. Að lok­um hafi ráðuneyt­is­stjóri gefið sig fram við hóp­inn sem hafi þá getað komið er­indi sínu til skila.

Hópurinn kom að lokum erindi sínu til skila til ráðuneytisstjóra.
Hóp­ur­inn kom að lok­um er­indi sínu til skila til ráðuneyt­is­stjóra. Ljós­mynd/​Aðsend

Yf­ir­lýs­ing hóps­ins var svohljóðandi:

Gott fólk.

Við krefj­umst þess að Alma Möller, í krafti embætti síns, for­dæmi, ásamt Rík­is­stjórn Íslands, gereyðilegg­ingu allra heil­brigðis­innviða á Gaza. Jafn­framt, að hún, ásamt rík­is­stjórn­inni, krefj­ist þess þegar í stað á alþjóðavett­vangi, að alþjóðalög­um sé fylgt eft­ir í Palestínu.

Það að sjúkra­bíl­ar séu skot­mörk, að sjúkra­hús séu skot­mörk, að heil­brigðis­starfs­fólk séu skot­mörk, er glæp­ur.

Við krefj­umst þess að Alma Möller taki und­ir kröfu fram­kvæmd­ar­stjóra Alþjóða Heil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar, dr. Ghebr­eyes­us, og aðal­rit­ara Am­nesty In­ternati­onal, dr. Callam­ard,og Aðal­rit­ara Ammesty In­ternati­onal um að Hus­sam Abu Sa­fyia, lækn­ir og for­stjóri Kamal Adw­an-sjúkra­húss­ins, síðasta starf­hæfa sjúkra­húss­ins á Norður-Gaza, verði sleppt, taf­ar­laust!

Hlut­verk heil­brigðis­starfs­fólks um all­an heim, er, að standa vörð um lífið.

Nú skipt­ir öllu máli, að fólk standi sam­an til að varðveita þetta grund­vall­ar­lög­mál heil­brigðis­starfs­ins.

VIÐ VERÐUM AÐ LÁTA RÖDD OKK­AR HEYR­AST Á ALÞJÓÐAVETT­VANGI. ÞAÐ ER OKK­AR SKYLDA.

Reykja­vík, 8.janú­ar 2025

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert