Streymi: Útför Egils Þórs

Egill Þór Jónsson, fv. borgarfulltrúi, er látinn, 34 ára að …
Egill Þór Jónsson, fv. borgarfulltrúi, er látinn, 34 ára að aldri.

Útför Egils Þórs Jónssonar, fyrrverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins, fer fram í dag, en hann verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju klukkan 13.00. Hægt verður að fylgjast með útförinni í streymi hér að neðan.

Eg­ill Þór var teym­is­stjóri á vel­ferðarsviði Reykja­vík­ur­borg­ar og fyrrverandi borg­ar­full­trúi. Hann lést á Land­spít­al­an­um við Hring­braut, í návist fjöl­skyldu sinn­ar og vina, að kvöldi föstu­dags­ins 20. des­em­ber, 34 ára að aldri. Eg­ill Þór hafði und­an­far­in ár háð hetju­lega bar­áttu við krabba­mein.

Eg­ill Þór fædd­ist í Reykja­vík 26. júní 1990 og ólst upp í Breiðholti. For­eldr­ar hans eru Jón Þór Trausta­son bif­reiðasmíðameist­ari, f. 1960, sem lést 2013 af slys­för­um, og Dí­ana Sæ­rún Svein­björns­dótt­ir leik­skólaliði, f. 1961. Systkini Eg­ils Þórs eru Linda Björk Jóns­dótt­ir og Aron Örn Jóns­son.

Egill lætur eftir sig eiginkonu og tvö börn, en eft­ir­lif­andi eig­in­kona Eg­ils Þórs er Inga María Hlíðar Thor­stein­son, f. 1991, hjúkr­un­ar­fræðing­ur og ljós­móðir. Börn þeirra eru Sig­ur­dís, þriggja ára, og Aron Trausti, fimm ára.

Hann helgaði starfs­fer­il sinn fólki með fatlan­ir og geðræn vanda­mál. Hann var stuðnings­full­trúi í bú­setukjarn­an­um Rangár­seli árin 2015 til 2018 og teym­is­stjóri í Rangár­seli frá 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert