Allir landsbyggðarþingmenn fá styrk

27 þingmenn kjördæma landsbyggðarinnar fá fjárstyrk.
27 þingmenn kjördæma landsbyggðarinnar fá fjárstyrk. Morgunblaðið/Eggert

Allir þingmenn landsbyggðarkjördæmanna, þ.e. Suðurkjördæmis, Norðausturkjördæmis og Norðvesturkjördæmis, fá greiddar 185.500 krónur á mánuði í húsnæðis- og dvalarkostnað skv. reglum Alþingis um þingfararkostnað.

Þetta kemur fram í svari skristofu Alþingis við fyrirspurn Morgunblaðsins.

Hér er um að ræða 27 þingmenn; 10 þingmenn Suðurkjördæmis, 10 þingmenn Norðausturkjördæmis og 7 þingmenn Norðvesturkjördæmis.

Fjárhæðin er ætluð til að standa undir húsnæðis- og dvalarkostnaði á höfuðborgarsvæðinu eða sama kostnaði í kjördæminu, eigi viðkomandi þingmaður heima á höfuðborgarsvæðinu. Þingmaður sem á heimili utan höfuðborgarsvæðis og þiggur greiðslur fyrir daglegar ferðir milli heimilis og Reykjavíkur um þingtímann fær greiddan rúmlega þriðjung húsnæðis- og dvalarkostnaðar, eða 68.800 krónur mánaðarlega. Greiðslur vegna húsnæðis- og dvalarkostnaðar og ferðakostnaðar eru framtalsskyldar, en ekki skattskyldar.

Ef þannig háttar til að þingmaður sem á aðalheimili utan höfuðborgarsvæðis haldi annað heimili í Reykjavík getur hann skv. reglum Alþingis óskað eftir að fá greiddar 74.200 krónur á mánuði vegna þess.

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert