Borgarlínunni verði frestað

Gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar eru hættuleg.
Gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar eru hættuleg. Morgunblaðið/sisi

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og íbúasamtaka Grafarvogs í íbúaráði Grafarvogs harma að ríkið og Reykjavíkurborg ætli að ráðast í þær framkvæmdir sem kynntar eru sem „borgarlína 1. lota: Ártún – Fossvogsbrú“.

Á fundi íbúaráðsins hinn 6. janúar sl. var lagt fram bréf skipulagsgáttar með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um tillögu að breytingu á aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 vegna fyrrgreindrar framkvæmdar. Samþykkt var að fela formanni í samvinnu við ráðið að skila umsögn fyrir tilskilinn frest.

Á fundinum lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins og íbúasamtakanna fram bókun.

Segja þeir að ljóst sé að þetta verði gríðarlega kostnaðarsamar framkvæmdir sem greiddar verði af takmörkuðu skattfé. Því miður virðist eiga að byrja á Fossvogsbrú sem líklegt er að muni verða óarðbært verkefni og kosta á annan tug milljarða króna.

Ekki verði séð að brúin muni bæta úr þeim vanda sem mest aðkallandi er í samgöngukerfinu, þ.e. að fækka slysastöðum og bæta umferðarflæði.

Skora fulltrúarnir á borgaryfirvöld að fresta þessum framkvæmdum.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert