Fjáraukalög verða lögð fram

Daði Már Kristófers­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, ræddi við mbl.is.
Daði Már Kristófers­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, ræddi við mbl.is. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjár­mála- og efna­hags­ráðherra mun leggja fram fjár­auka­lög vegna breyt­inga á Stjórn­ar­ráðinu. Hann seg­ir fjár­auka­lög­in ekki lögð fram vegna auk­inna út­gjalda um­fram fjár­lög 2025.

Þetta seg­ir Daði Már Kristó­fers­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, í sam­tali við mbl.is.

„Það ligg­ur fyr­ir að við mun­um þurfa að leggja fram fjár­auka­lög í tengsl­um við breyt­ing­ar á Stjórn­ar­ráðinu. Ákvarðanir um annað hafa ekki verið tekn­ar,“ seg­ir Daði.

Gert er ráð fyr­ir því að þing komi sam­an í lok mánaðar eða í byrj­un fe­brú­ar. 

Ekki lögð fram vegna neinna auk­inna út­gjalda

Hann seg­ir þetta fyrst og fremst snú­ast um það að það verða breyt­ing­ar á samþykkt­um fjár­lög­um vegna þess að mála­flokk­ar eru að fær­ast til á milli ráðuneyta.

„Það kall­ar ein­fald­lega á breyt­ingu á lög­un­um. Nýtt Stjórn­ar­ráð kall­ar á nýja fram­setn­ingu á þeim fjár­lög­um sem þegar liggja fyr­ir.“

Aðspurður seg­ir hann fjár­auka­lög­in ekki lögð fram vegna neinna auk­inna út­gjalda. 

Breyt­ing­ar á Stjórn­ar­ráðinu

Viðskipta- og ferðamálaráhlut­inn verður færður yfir í mat­vælaráðuneytið og verður að at­vinnu­vegaráðuneyti. Menn­ing­ar­ráðuneytið sam­ein­ast í há­skóla-, viðskipta- og ný­sköp­un­ar­ráðuneyti.

„Við verðum þá með menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skólaráðuneyti,“ sagði Kristrún Frosta­dótt­ir er hún kynnti breyt­ing­arn­ar þegar stjórn­arsátt­máli rík­is­stjórn­ar­inn­ar var kynnt­ur.

Hús­næðismál­in verða flutt úr innviðaráðuneyt­inu yfir í fé­lags­málaráðuneytið. Innviðaráðuneyti verður þannig að sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðuneyti.

Fé­lags- og vinnu­markaðsráðuneytið verður að fé­lags- og hús­næðismálaráðuneyti.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert