Pyntuðu mann í tvo tíma í Vatnagörðum

Frelsissviptingin átti sér stað í janúar 2023 þar sem einum …
Frelsissviptingin átti sér stað í janúar 2023 þar sem einum manni var haldið föngnum í rúmar tvær klukkustundir. Hann var barinn, afklæddur og bundinn, en honum tókst á endanum að komast út á nærbuxunum einum klæða. Ljósmynd/Colourbox

Héraðssak­sókn­ari hef­ur ákært þrjá menn fyr­ir ýmis brot, en tveir þeirra, X og Y, eru ákærðir fyr­ir stór­fellda lík­ams­árás, hót­an­ir, brot gegn blygðun­ar­semi, kyn­ferðis­lega áreitni og ólög­mæta nauðung í tengsl­um við frels­is­svipt­ingu sem átti sér stað í janú­ar 2023. 

Fram kem­ur í ákær­unni, sem tel­ur fimm blaðsíður, að X og Y, hafi í sam­ein­ingu staðið að því að svipta mann frelsi sínu í ávinn­ings­skyni í rúma tvo tíma í hús­næði að Vatna­görðum í Reykja­vík. Maður­inn var beitt­ur of­beldi, af­klædd­ur og bund­inn fast­ur með lím­bandsrúllu. Þá höfðu þeir sett upp mynd­bands­upp­töku­vél í her­berg­inu til að mynda of­beldið.

Mann­in­um tókst hins veg­ar eft­ir rúm­ar tvær klukku­stund­ir að flýja á nær­bux­um ein­um klæða en menn­irn­ir náðu hon­um aft­ur og mann­in­um var svo sleppt skömmu síðar. 

Y er sér­stak­lega ákærður fyr­ir stór­fellda lík­ams­árás, hót­an­ir og brot gegn blygðun­ar­semi, kyn­ferðis­lega áreitni og ólög­mæta nauðung gagn­vart mann­in­um. Hann beitti mann­inn marg­vís­legu of­beldi og hót­un­um um of­beldi. Y klæddi m.a. mann­inn úr föt­un­um án vilja hans, sló hann með belti í höfuðið, veitti hon­um hné­spörk og reka rass­inn á sér í and­lit manns­ins. 

Þriðji maður­inn, Z, er í sama máli ákærður fyr­ir lík­ams­árás, kyn­ferðis­lega áreitni og látið fyr­ir far­ast að koma manni til bjarg­ar á meðan frels­is­svipt­ing­unni stóð.  

Fíkni­efna­send­ing frá Mala­ví

Þá var einn mann­anna, X, einnig ákærður fyr­ir til­raun til stór­fellds fíkni­efna­laga­brots með því að hafa föstu­dag­inn 4. júní 2021 sótt og þannig reynt að taka við 529,34 g af metam­feta­mínkristöll­um. Var styrk­ur metam­feta­mín­basa á bil­inu 65-67% sem sam­svar­ar 81-83% styrk­leika af metam­feta­mínklóríði. Var þetta ætlað til sölu­dreif­ing­ar hér á landi í ágóðaskyni. 

Fram kem­ur í ákær­unni að fíkni­efn­in hafi verið fal­in í gjafa­pakka sem inni­hélt skjala­möppu þar sem efn­un­um hafði verið komið fyr­ir. X var skráður mót­tak­andi fyr­ir send­ing­unni. Gjafa­pakk­inn kom hingað til lands með póst­send­ingu frá Mala­ví fimmtu­dag­inn 3. júní 2021 en lög­regl­an lagði hald á send­ing­una og fjar­lægði efn­in úr skjala­möpp­unni.

Dul­bú­inn lög­reglumaður

Dag­inn eft­ir hafði lög­regla sam­band sím­leiðis við mann­inn, und­ir þeim for­merkj­um að um væri að ræða starfs­mann póst­send­inga­fyr­ir­tæk­is­ins í því skyni að mæla sér mót við ákærða til þess að af­henda send­ing­una.

Síðar um dag­inn hitti X dul­bú­inn lög­reglu­mann við bens­ín­stöð þar sem hann tók á móti send­ing­unni. Hann var hand­tek­inn í kjöl­farið. 

Þá var X einnig ákærður fyr­ir fíkni­efna­laga­brot fyr­ir að hafa haft í vörsl­um sín­um lyf­seðils­skyld fíkni­lyf, eða sam­tals 28 stykki af oxycodo­ne-töfl­um. Maður­inn hafði ekki lyf­seðil fyr­ir fíkni­lyfj­un­um. 

Vafa­sam­ar 28 millj­ón­ir

Þá var X ákærður fyr­ir pen­ingaþvætti með því að hafa á tíma­bil­inu 1. janú­ar 2020 til 4. júní 2021 tekið við, nýtt, umbreytt, af­hent og/​eða aflað sér ávinn­ings allt að fjár­hæð 27.996.579 krón­ur með sölu og dreif­ingu á ótilteknu magni lyfja og eft­ir at­vik­um með öðrum ólög­mæt­um og refsi­verðum hætti. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert