Vildu yfirráð Íslands á Grænlandi

Sleðahundar hvíla sig við Qeqertarsuaq.
Sleðahundar hvíla sig við Qeqertarsuaq. AFP

Staða Græn­lands er á ný kom­in í alþjóðlegt sviðsljós eft­ir að Don­ald Trump, sem tek­ur við embætti Banda­ríkja­for­seta síðar í þess­um mánuði, lýsti því yfir á ný að nauðsyn­legt væri að landið kæm­ist und­ir banda­rísk yf­ir­ráð.

Múte B. Egede, formaður lands­stjórn­ar Græn­lands, hef­ur í kjöl­farið sagt að Græn­lend­ing­ar þurfi á næstu árum að taka mik­il­væg skref í átt að sjálf­stæði frá Dan­mörku.

Trump sýndi Græn­landi raun­ar einnig áhuga árið 2019 þegar hann var for­seti og þá skrifaði Skúli Hall­dórs­son aðstoðarfrétta­stjóri mbl.is ít­ar­lega grein á vef­inn þar sem hann rifjaði upp hug­mynd­ir sem voru nokkuð áber­andi á síðustu öld um að Ísland ætti að gera til­kall til Græn­lands.

„Þrætu­laust og óefað“

Í grein Skúla kom fram að rekja mætti þess­ar hug­mynd­ir meðal ann­ars til þess að Ein­ar Bene­dikts­son skáld og at­hafnamaður skrifaði grein und­ir yf­ir­skrift­inni Rétt­arstaða Græn­lands í viku­blaðið Ingólf, mál­gagn Land­varn­ar­flokks­ins, í októ­ber árið 1914 þegar heims­styrj­öld­in fyrri var nýhaf­in.

Skrifaði Ein­ar að þeir viðburðir sem væru að ger­ast á meg­in­land­inu og þær horf­ur sem þegar væru orðnar um afar víðtæk­ar breyt­ing­ar á stöðum þjóða og landa ættu einnig að vekja Íslend­inga til at­hug­un­ar um ytri mál­efni sín.

Ísland hafi „þrætu­laust og óefað, frá því fyrsta, móður­lands­ins rétt gagn­vart land­náms­rík­inu vestra“, sem byggst hafi og búið und­ir sömu lög­um og skip­an og réð á Íslandi, þótt Græn­land hafi byggst nokkru síðar. Síðan hafi þetta mikla, nátt­úru­auðuga ný­lendu­ríki Íslands verið féþúfa danskra kaupokr­ara og aldrei fengið að upp­fylla mögu­leika sína frá því að byggð Íslend­inga þar fór í eyði.

„Eft­ir því sem þjóð vorri vex fisk­ur um hrygg verður það til­finn­an­legra, að oss er bannað að stíga þar fæti á land, sem ís­lenzk­ir menn bjuggu í þjóðfé­lags­skap við heimalandið, og þetta er oss því sár­ara þegar oss rek­ur minni til þess með hverju sam­vizku­leysi og léttúð hinn­ar er­lendu óstjórn­ar bróðurþjóð Íslend­inga var van­rækt til bana þar vestra,“ skrifaði Ein­ar.

Krafa Íslend­inga til Græn­lands

Ein­ar Bene­dikts­son hélt árið 1923 op­inn fjöl­menn­an fund um Græn­lands­málið í Báru­búð við Von­ar­stræti, einu helsta tón­list­ar­húsi Reykja­vík­ur á þeim árum.

Í bók Björns Th. Björns­son­ar, Seld norður­ljós, er haft eft­ir dr. Al­ex­and­er Jó­hann­es­syni, sem var fund­ar­stjóri, að fund­ur­inn hafi samþykkt til­lögu sem Ein­ar hafði samið, þar sem hann bar fram kröfu Íslend­inga til Græn­lands.

„Til­lag­an var samþykkt með yf­ir­gnæf­andi meiri­hluta, og var mér falið sem fund­ar­stjóra að af­henda rík­is­stjórn­inni til­lög­una, sem ég og gerði,“ er haft eft­ir Al­ex­and­er í bók­inni.

Grænlenskir áhorfendur á íþróttavelli í bænum Qeqertarsuaq á Diskóeyju, stærstu …
Græn­lensk­ir áhorf­end­ur á íþrótta­velli í bæn­um Qeqert­ar­su­aq á Diskó­eyju, stærstu græn­lensku eyj­unni. AFP

Land Ei­ríks rauða

Græn­lands­málið komst aft­ur í há­mæli árið 1931 þegar fimm norsk­ir menn námu landsvæði á aust­ur­strönd Græn­lands í nafni Nor­egs­kon­ungs og nefndu það Eirik Rau­des Land – Land Ei­ríks rauða.

Skömmu síðar ákvað norska rík­is­stjórn­in að inn­lima svæðið í Nor­eg. Var sjó­hern­um enn frem­ur gert að verja þessa ný­lendu sam­kvæmt fyr­ir­skip­un norska varn­ar­málaráðherr­ans, Vidkuns Quisl­ings, sem síðar stýrði lepp­stjórn nas­ista í Nor­egi.

Hat­ramm­ar deil­ur urðu vegna land­náms­ins á milli ná­grannaþjóðanna tveggja en Dan­ir vísuðu til yf­ir­lýs­ing­ar sinn­ar frá ár­inu 1921 um að gjörv­allt Græn­land og sjór­inn um­hverf­is það til­heyrði Dön­um. Samþykkti Alþingi á sama tíma að skora á rík­is­stjórn­ina að gæta hags­muna Íslands í þess­ari deilu.

Norðmenn yf­ir­gáfu Græn­land 5. apríl 1933, en þá hafði Alþjóðadóm­stóll­inn í Haag dæmt land­nám þeirra ólög­legt. Var m.a. vísað til þess að sér­stak­lega hefði verið tekið fram í Kíl­ar­samn­ingn­um árið 1814 að Græn­land, Ísland og Fær­eyj­ar gengju ekki með Nor­egi und­an yf­ir­ráðum dönsku krún­unn­ar.

Þings­álykt­un­ar­til­laga um Græn­land

Græn­lands­málið svo­nefnda lá að mestu í dvala hér á landi næstu árin þótt það kæmi nokkr­um sinn­um til umræðu.

Þannig lagði Pét­ur Ottesen þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins sex sinn­um fram þingsáþykt­un­ar­til­lögu á Alþingi um Græn­land, þá fyrstu árið 1946, um að Alþingi skoraði á rík­is­stjórn­ina að gera gangskör að því að viður­kennd­ur yrði rétt­ur Íslend­inga til at­vinnu­rekstr­ar á Græn­landi og við strend­ur þess. Til­lög­un­um var flest­um vísað til ut­an­rík­is­mála­nefnd­ar þings­ins.

Í grein­ar­gerð með þess­ari fyrstu til­lögu Pét­urs seg­ir m.a. að eng­an veg­inn megi slá því leng­ur á frest að Íslend­ing­ar krefj­ist rétt­ar síns á Græn­landi, hinni fornu ný­lendu vorri, og láti þar til skar­ar skríða. „Rétt­ur­inn er vor, hvort sem litið er á forn­stöðu eða ný­stöðu lands­ins í sam­bandi við ríkj­andi rétt­ar­hug­mynd­ir nú­tím­ans.“

Pét­ur vitn­ar í grein­ar­gerðinni einnig til skrifa Ein­ars Bene­dikts­son­ar og fræðimanns­ins Jóns Dúa­son­ar, sem hafði varið drjúg­um hluta af ævi­starfi sínu til þess að viða að sér heim­ild­um sem hann hafi notað sem efnivið í merk­ar bæk­ur um þetta mál þar sem rétt­ur Íslands til Græn­lands sé studd­ur sterk­um rök­um.

Vísað til Grágás­ar

Jón Dúa­son, sem fædd­ist 1888, varði árið 1926 doktors­rit­gerð við Ósló­ar­há­skóla um rétt­ar­stöðu Græn­lands. Fram kem­ur í grein Skúla Hall­dórs­son­ar að helstu rök­in sem Jón Dúa­son hafi alla tíð fært fyr­ir til­kalli Íslands til Græn­lands hafi verið eft­ir­far­andi:

Í Grágás, þeirri fornu laga­skrá sem rituð var á þjóðveldis­öld, sé Græn­land ekki skil­greint sem sér­stakt þjóðfé­lag held­ur sé það í „vár­um lög­um“. Ekk­ert sé minnst á græn­lenska menn, en þó sé minnst á enska, fær­eyska, sænska og nor­ræna menn. Lög Íslands hefðu því verið í gildi á Græn­landi, Græn­lend­ing­ar hefðu verið ís­lensk­ir þegn­ar og græn­lensk­ir dóm­ar gilt á Íslandi.

Gamli sátt­máli, þegar Íslend­ing­ar gengu Nor­egs­kon­ungi á hönd árið 1262, hefði gilt á milli kon­ungs og alls ís­lenska rétt­ar­sam­fé­lags­ins og þannig sömu­leiðis fyr­ir Græn­land. Eng­inn kon­ung­ur hefði nokkru sinni látið hylla sig á Græn­landi og hyll­ing kon­ungs á Íslandi verið tal­in nægi­leg.

Ísland hefði aldrei af­salað sér Græn­landi, held­ur hefði það komið sem ís­lenskt land með Íslandi í sam­bandið við Nor­eg og síðar Dan­mörku. Þótt eng­inn fyr­ir­vari hefði verið gerður um Græn­land, við full­veldið árið 1918, væri Íslend­ing­um enn fært að krefjast rétt­ar síns.

Hjá­seta Íslands

Árið 1953 gekk í gildi ný stjórn­ar­skrá í Dan­mörku, þar sem kveðið var á um að Græn­land væri ekki leng­ur ný­lenda Dana held­ur sér­stakt amt inn­an kon­ungs­rík­is­ins.

Í sam­ræmi við þessa nýju stöðu Græn­lands fóru Dan­ir fram á það við Sam­einuðu þjóðirn­ar að þær hættu að krefjast reglu­legra skýrslna frá Dön­um um hvernig yf­ir­ráðum þeirra á Græn­landi væri háttað.

Fram kem­ur í grein Skúla að ýms­ir þing­menn hér á landi vildu mót­mæla því að Dön­um yrði heim­ilt að hætta skýrslu­gerðinni, til að opna leiðir fyr­ir kröf­ur Íslend­inga um ítök og rétt­indi á Græn­landi. Að lok­um lagði rík­is­stjórn­in til að full­trúa Íslands hjá SÞ yrði fyr­ir­skipað að sitja hjá við at­kvæðagreiðslu um málið. Var til­lag­an samþykkt á þingi með þrjá­tíu at­kvæðum gegn tutt­ugu.

Íslensk sam­tök, þar á meðal Far­manna- og fiski­manna­sam­bands Íslands og Alþýðusam­band Íslands, gagn­rýndu þessa niður­stöðu. Sama dag og at­kvæði voru greidd á Alþingi um til­lögu rík­is­stjórn­ar­inn­ar stóð yfir þing Alþýðusam­bands Íslands. Var þar samþykkt ein­róma álykt­un þar sem inn­limun Græn­lands í danska ríkið var mót­mælt þar sem Íslend­ing­ar ættu þar rétt­ar og hags­muna að gæta.

„Þingið skor­ar því á alla sanna Íslend­inga að standa vel á verði og vernda þessi og önn­ur rétt­indi sín. Þá krefst þingið þess að full­trú­ar ís­lands á þingi S.Þ. greiði at­kvæði gegn inn­limun Græn­lands í Dan­mörku.“

Full yf­ir­ráð

Árið 1953 og 1954 lagði Pét­ur Ottesen enn á ný fram þings­álykt­un­ar­til­lög­ur á Alþingi um Græn­lands­mál og var þar kveðið fast­ar að orði en í þeim fyrri: „Alþingi álykt­ar að skora á rík­is­stjórn­ina að bera nú þegar fram við rík­is­stjórn Dan­merk­ur kröfu um, að hún viður­kenni full yf­ir­ráð Íslend­inga yfir Græn­landi. Fall­ist danska stjórn­in ekki á þá kröfu, lýsi Alþingi yfir þeim vilja sin­um, að leitað verði um málið úr­sk­urðar alþjóðadóm­stóls­ins i Haag.“

Árið 1954 var samþykkt að vísa til­lög­unni til alls­herj­ar­nefnd­ar þings­ins. Nefnd­in seg­ir í um­sögn í kjöl­farið að telja verði vafa­samt að henni hafi borið nokk­ur skylda til að fjalla um þetta mál, þó að því væri til henn­ar vísað gegn þingsköp­um. Samt sem áður hafi hún tekið það til meðferðar og rætt það á þrem­ur fund­um, en að sjálf­sögðu hafi hún átt óhæg­ara um vik við at­hug­un máls­ins en ut­an­rík­is­mála­nefnd, sem hefði getað notið hvers kon­ar sér­fræðilegr­ar aðstoðar.

„Alþingi hef­ur oft­ar en einu sinni gert álykt­an­ir um þetta mál og aldrei aft­ur­kallað þær. Standa þær því enn í fullu gildi. Nefnd­in sér því ekki, að ný þings­álykt­un um málið geti haft veru­lega þýðingu, held­ur sé mest und­ir fram­kvæmd­inni komið, þ.e. hvað rík­is­stjórn­inni kann að verða ágengt í samn­ing­um við stjórn Dan­merk­ur um rétt­indi Íslend­inga á Græn­landi. Legg­ur nefnd­in því til, að till. þess­ari verði vísað til rík­is­stjórn­ar­inn­ar,“ seg­ir í nefndarálit­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert