Bændur bíða enn bóta vegna tjóns

Bændur urðu fyrir búsifjum vegna kals og kuldakasts sl. vor.
Bændur urðu fyrir búsifjum vegna kals og kuldakasts sl. vor. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

Enn hafa eng­ar greiðslur borist bænd­um vegna tjóns sem þeir urðu fyr­ir vegna kal­skemmda í tún­um sl. vor, en ætl­un­in er að stjórn Bjargráðasjóðs fundi í dag þar sem til stend­ur að af­greiða um­sókn­ir vegna kaltjóns.

Þetta kem­ur fram í svari mat­vælaráðuneyt­is­ins við fyr­ir­spurn Morg­un­blaðsins.

Seg­ir þar að í fram­hald­inu muni sjóður­inn greiða samþykkta styrki út eins fljótt og unnt er, en ákveðin dag­setn­ing liggi þó ekki fyr­ir. Þó er gert ráð fyr­ir að það verði í þess­um mánuði. Að því loknu mun sjóður­inn geta svarað til um fjölda greiðslna og nán­ari til­hög­un þeirra.

Gagna­vinnsla vegna tjóns bænda af völd­um kuldakasts sl. vor er sögð skemmra á veg kom­in og seg­ir ráðuneytið hvorki hægt að svara til um fjölda þeirra sem fyr­ir tjóni urðu né um eðli tjóns­ins. Greiðslur vegna þess tjóns munu koma frá mat­vælaráðuneyt­inu eins og áður hef­ur fram komið.

Tjón bænda áætlað rúm­ur millj­arður króna

Seg­ir ráðuneytið að þar sé um að ræða sér­tæka aðgerð sem ekki hef­ur verið fram­kvæmd áður, en ferli máls­ins sé sam­kvæmt áætl­un og inn­an til­skil­ins tím­aramma. Starfs­hóp­ur ráðuneyt­is­stjóra for­sæt­is-, fjár­mála- og mat­vælaráðuneyta er að störf­um vegna þessa og er að fara nán­ar yfir skrán­ing­ar tjóna og gera til­lögu að stuðningsaðgerðum sem ætlað er að skilað verði til mat­vælaráðherra fljót­lega.

Tjón bænda vegna kuldakasts og óvenju­legs veðurfars í fyrra er áætlað rúm­ur millj­arður króna og tek­ur til tjóns á 375 búum, að mati Bænda­sam­tak­anna og Ráðgjaf­armiðstöðvar land­búnaðar­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert