Framlenging á stuðningi einkarekinna fjölmiðla

Ráðgert að gildistími frumvarpsins verði eitt ár
Ráðgert að gildistími frumvarpsins verði eitt ár mbl.is/Ómar Óskarsson

Logi Már Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skólaráðherra lagði fram á rík­is­stjórn­ar­fundi í morg­un minn­is­blað um stuðning við einka­rekna fjöl­miðla.

Í til­kynn­ingu á vef Stjórn­ar­ráðsins kem­ur fram að Logi hafi upp­lýst rík­is­stjórn­ina um áform sín um að leggja fram frum­varp um áfram­hald­andi stuðning til einka­rek­inna fjöl­miðla með það að mark­miði að viðhalda fyr­ir­sjá­an­leika í rekstri einka­rek­inna fjöl­miðla og tryggja að þeir geti sinnt lýðræðis­hlut­verki sínu.

Frum­varpið mun taka óbreytt upp þau ákvæði sem féllu úr gildi um ára­mót­in og er ráðgert að gild­is­tími frum­varps­ins verði eitt ár og er það að fullu fjár­magnað í fjár­lög­um þessa árs.

Fram kem­ur að vinna sé haf­in við end­ur­skoðun á kerf­inu og taki hún meðal ann­ars til­lit til þeirra at­huga­semda sem gerðar hafa verið og af vinnu við fjöl­miðlastefnu og ein­stakra þátta henn­ar en stefnt er að því að leggja fram þings­álykt­un­ar­til­lögu á vorþingi sem mæl­ir fyr­ir um fjöl­miðlastefnu. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert