Framsókn í Reykjavík vill flokksþing

Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins.
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kjördæmisráð framsóknarmanna í Reykjavíkurkjördæmunum samþykkti í gærkvöldi að óska miðstjórnarfundar svo flýta megi flokksþingi. Það sé nauðsynlegt til þess að bregðast við afleitum kosningaúrslitum í nóvember.

Hlutverk flokksþings er meðal annars að kjósa forystu flokksins. Fram hefur komið að Sigurður Ingi Jóhannsson hyggist sitja áfram sem formaður, en af samtölum blaðsins við framsóknarmenn er óvíst að eining sé um það. 

Stjórn kjördæmissambands framsóknarmanna í Reykjavík norður og suður kom saman til fundar í gær og samþykkti tillögu um að þeim tilmælum yrði beint til framkvæmdastjórnar Framsóknarflokksins að landsstjórn flokksins yrði kölluð saman, svo boða mætti miðstjórnarfund hið fyrsta.

Í bréfinu til framkvæmdastjórnarinnar eru kosningaúrslitin sögð krefjast bæði greiningar og aðgerða. Nauðsynlegt sé að miðstjórnin „ræði á heildstæðan hátt þau atriði sem leiddu til þessarar niðurstöðu og ákveði hvernig við sem hreyfing getum brugðist við af krafti. Uppbyggingarstarf fram undan verður að byggjast á sameiginlegri sýn, virkri þátttöku og skýrum markmiðum.“

Lesa má nánar um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert