Funduðu um stuðning við Úkraínu

Frá fundinum í Ramstein.
Frá fundinum í Ramstein. Ljósmynd/Alexander Kubitza

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir ut­an­rík­is­ráðherra fundaði í gær með varn­ar­málaráðherr­um ríkja sem styðja varn­ar­bar­áttu Úkraínu (Ukraine Defence Contact Group) um stöðuna á víg­vell­in­um og stuðning ríkj­anna við bar­áttu íbúa Úkraínu gegn inn­rás­ar­stríði Rúss­lands.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá ut­an­rík­is­ráðuneyt­inu.

Þorgerður sótti fundinn í beinu framhaldi af heimsókn sinni til …
Þor­gerður sótti fund­inn í beinu fram­haldi af heim­sókn sinni til Kænug­arðs í Úkraínu. Ljós­mynd/​Stjórn­ar­ráðið

Varn­ar­bar­átta Úkraínu „samof­in okk­ar eig­in ör­yggi“

„Það var skýr samstaða á fund­in­um um mik­il­vægi þess að styðja við varn­ar­bar­áttu Úkraínu sem er samof­in okk­ar eig­in ör­yggi. Við kynnt­um starf ríkja­hóps sem við leiðum ásamt Lit­há­en sem vinn­ur að sprengju­leit- og eyðingu og þeim stuðningi sem Ísland veit­ir til varn­ar Úkraínu. Hann er al­farið í takt við það sem Úkraínu­menn hafa sjálf­ir verið að óska eft­ir og við hlust­um að sjálf­sögðu. Þetta er sömu­leiðis í takti við samþykkt­ir Alþing­is,“ er haft eft­ir Þor­gerði Katrínu.

Rætt um áfram­hald­andi stuðningsaðgerðir

Seg­ir í til­kynn­ing­unni að Volodimír Selenskí Úkraínu­for­seti hafi einnig sótt fund­inn og þakkað fyr­ir stuðning ríkj­anna sem og gert grein fyr­ir helstu áherslu­mál­um Úkraínu í vörn­um lands­ins.

Þá var rætt um stöðu stríðsins og áfram­hald­andi stuðningsaðgerðir, þar með talið þjálf­un­ar­verk­efni, fjár­fest­ing­ar og her­gögn.

Varn­ar­málaráðherr­ar og full­trú­ar um fimm­tíu ríkja sem styðja varn­ar­bar­áttu Úkraínu sóttu fund­inn ásamt Ru­stem Umerov, varn­ar­málaráðherra Úkraínu, og Mark Rutte, fram­kvæmda­stjóra Atlants­hafs­banda­lags­ins. Fund­ur­inn var hald­inn í Ramstein í Þýskalandi, seg­ir í til­kynn­ing­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert