Lús smitar út frá kvíum í villta laxa

Laxalús er mikil áskorun fyrir fiskeldið hér sem erlendis.
Laxalús er mikil áskorun fyrir fiskeldið hér sem erlendis. Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson

Rann­sókn Nátt­úru­stofu Vest­fjarða (NV) á út­breiðslu laxal­ús­ar á eld­islaxi og villt­um laxi á Vest­fjörðum sýn­ir sterka fylgni milli lúsa­sýk­inga á villt­um lax­fisk­um og fjölda full­orðinna kven­kyns laxal­úsa í ná­læg­um eldisk­ví­um. Þegar lús­in fjölg­ar sér í kví­un­um dreifast lirf­urn­ar á ná­læg svæði og smit­ast þannig villt­ir lax­fisk­ar af þessu sníkju­dýri.

Lús­in nær­ist á húð og blóði fisks­ins og get­ur það haft al­var­leg­ar af­leiðing­ar fyr­ir heilsu þeirra fiska sem smit­ast.

Vís­inda­menn stof­unn­ar telja rann­sókn­ina sýna nauðsyn þess að herða eft­ir­lit og regl­ur, sem og að móta nýj­ar aðferðir til að tak­ast á við lúsa­smit í fisk­eld­inu á Vest­fjörðum. Anja Katr­in Nickel, líf­fræðing­ur við NV, seg­ir þetta mik­il­væg­an lið í að vernda villta lax­fiska sem og eld­islaxa í sjókví­un­um. 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert