Tvær rútur skullu saman á þjóðveginum við Hellu á níunda tímanum í morgun og eru viðbragðsaðilar nýkomnir á vettvang.
„Við erum að átta okkur á umfanginu en talið er að tæplega 50 farþegar hafi verið í rútunum,“ segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, við mbl.is.
Ekki er vitað um slys á fólki en hópslysaáætlun hefur verið virkjuð að sögn Sveins. Þá segir hann að þyrla Landhelgisgæslunnar hafi verið sett í viðbragð.
Uppfært klukkan 9:30:
Í færslu lögreglunnar á Suðurlandi á Facebook segir að tvær rútur hafi skollið saman á gatnamótunum við Gaddstaðaflatir. Slys á fólki virðist minniháttar. Suðurlandsvegur er lokaður meðan unnið er á vettvangi en umferð er stýrt um hjáleið.
Uppfært klukkan 9:23:
Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við mbl.is að beiðni um að senda þyrlu á svæðið hafi verið afturkölluð.