Tveir voru fluttir til skoðunar á sjúkrahúsið á Selfossi eftir að tvær rútur skullu saman á Suðurlandsvegi við Hellu á gatnamótunum við Gaddstaðaflatir í morgun.
Þetta segir Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.
„Þetta virðist minna um sig heldur en leit út í upphafi. Tveir voru fluttir til skoðunar á sjúkrahús en aðrir sluppu ómeiddir,“ segir Sveinn sem segist ekki hafa upplýsingar um hvort erlenda ferðamenn hafi verið að ræða.
Um 50 ferðamenn voru í rútunum og hefur þeim verið komið fyrir á Hótel Stracta en slysið varð nálægt hótelinu.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var í startholunum en beiðni um að senda hana á staðinn var afturkölluð.