Vonast til að kynna hagræðingaraðgerðir í vor

Yfir 2.800 umsagnir hafa borist inn á samráðsgátt.
Yfir 2.800 umsagnir hafa borist inn á samráðsgátt. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra seg­ir að enn sé verið að móta hvernig sé best fyr­ir rík­is­stjórn­ina að kynna hagræðing­araðgerðir í kjöl­far vinnu í tengsl­um við sparnaðarráð al­menn­ings. Hún von­ast til þess að hægt sé að ráðast í fyrstu aðgerðir í vor.

Þetta kem­ur fram í sam­tali henn­ar við mbl.is í lok rík­is­stjórn­ar­fund­ar í morg­un.

„Sumt mun vera aðgerðir sem hægt er að sýna strax á spil­in í, eitt­hvað sem við get­um von­andi ráðist strax í á þessu vorþingi. Annað er eitt­hvað sem þarf að spinna og vefja inn í fjár­mála­áætl­un­ina. Enn annað kem­ur strax í fjár­lög­un­um og svo eru líka til­lög­ur sem taka lengri tíma og við vilj­um að kom­ist í gegn­um Stjórn­ar­ráðið á þessu kjör­tíma­bili,“ seg­ir Kristrún í sam­tali við mbl.is.

Yfir 2.800 um­sagn­ir í sam­ráðsgátt

Síðan að opnað var fyr­ir um­sagn­ir í sam­ráðsgátt um hvernig megi hagræða í rekstri rík­is­ins þá hafa yfir 2.800 um­sagn­ir borist.

Kristrún seg­ir að starfs­menn í fjár­málaráðuneyt­inu og for­sæt­is­ráðuneyt­inu muni vinna úr um­sögn­um al­menn­ings í sam­ráðsgátt og að gervi­greind verði nýtt til að hjálpa við verk­efnið.

„Við fáum hagræðing­ar­hóp líka sem fer yfir stóru mynd­ina,“ seg­ir Kristrún. 

Þrír full­trú­ar munu sitja í þeim hópi og Kristrún Frosta­dótt­ir mun velja þríeykið í sam­ráði við for­menn sam­starfs­flokk­anna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert